Saga - 1985, Page 17
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
15
ing snertir, þá erum við ekki síður bundnir við borð að taka
allt hjá þeim kaupmanni sem vér vinnum hjá og förum
þannig á mis við það hagræði að geta keypt vöruna þar sem
hún er ódýrari, hvert sem er hjá kaupfélögum, lausakaup-
mönnum eða annarstaðar. Vöruborgun kaupmanna leiðir
þannig til þess, að vér sem yfirhöfuð megum teljast til hins
fátækari hluta þjóðfélagsborgaranna sætum dýrustu og
óhagkvæmustu verslunarkjörum, og þar sem peningar ekki
fást útá vinnuna, sem er sú eina vara sem flestir af oss hafa að
bjóða, þá leiðir þar af að ýmsir úr vorum flokki verða oft að
sæta lögtaki fyrir opinberum gjöldum, af því að þeim hefur
verið ómögulegt að fá peninga til að greiða þau með. Það er
og algengt að vörur eru oft látnar standa príslausar í reikn-
ingunum fram eftir öllu sumri, og oft hafa kaupmenn ekki
tök eða tíma til þess að leyfa mönnum að líta í reikningana,
svo að verkamenn vita oft og tíðum ekkert hvernig reikn-
tngurinn stendur, fyrr en tekið er fyrir útlán, og margur
mun sá sem ekki hefur gjört betur um gagnstímann en vera
matvinnungur, þegar allar nauðsynjar verður að taka með
þessu uppskrúfaða verði. — Út af þessu leyfum vér oss nú að
snua oss til alþingis með þeirri ósk að það gjöri kaupmönn-
um að lagaskyldu að borga öll verkalaun í peningum einu
smni á viku hverri með því að þetta hlyti stórum að bæta hag
verkalýðsins, gera hann hyggnari, forsjálari og sparsamari
°g * einu orði sjálfstæðari en nú er í efnalegu og andlegu til-
liti. En haldist sú regla að kaupmönnum, flestir eru ekki
einu sinni íslenskir heldur búsettir á framandi landi, leyfist
þannig að nota sér neyð hinna fátækustu og ósjálfstæðustu,
þá sjáum vér ekki annað ráð en að verkafólk hér á landi hljóti
svo sem titt er hjá verkamönnum í öðrum löndum að fara að
bindast félagsskap og beita verkföllum eða því um líku til
þess að reyna að fá bót á kjörum sínum, og myndi slíkt þó
landinu yfirhöfuð ekki til hagnaðar jafn mikið eins og hér á
landi er að gjöra.
Af framangreindum ástæðum treystum vér því, að
alþingi líti á hag sem og nauðsyn þjóðarinnar í þessu tilliti.
ísafirði í júnímánuði 1895.