Saga - 1985, Page 20
18 JÓN GUÐNASON
hvað sem valdið hefur, en á því þingi var Skúlamálið fyrirferðar-
mikið.
Árið 1897 birti Málfundafélagið Vísir á ísafirði grein, þar sem
fjallað er um meðferð alþingis 1893 á frumvarpinu um greiðslu
verkkaups.16 Þar segir, að vafasamt sé, að alþingi hafi nokkru
sinni haft nauðsynlegra frumvarp til meðferðar. Það þurfi engra
breytinga við nema ef til vill þá, að það verði einnig látið ná til
annarra atvinnurekcnda en kaupmanna. Þá er harðlega gagnrýnd
sú mótbára, að engin rödd hafi heyrst úr verkamannaflokknum.
Það sé að vísu satt og lýsi hinu andlega þrekleysi og áhugaleysi
verkamanna, en það sé hins vegar ódrengilega gert af þingmönn-
um að nota dugleysi alþýðunnar senr átyllu til þess að halda henni
í þrælkun. Greininni lýkur með þcssum orðum:
Eins og nú stendur, hafa kaupmenn stjórntauma lífskjara
verkafólksins í höndunr, og sjáum vér að eins tvö ráð, til
þess að draga þá þaðan:
1. Að áminnst frumvarp verði að lögum.
2. Að dugleg verkamannafélög verði stofnuð í hverjum
kaupstað, og kauptúni, landsins með góðum sambands-
lögum sín á milli.
Að svo mæltu skorum vér sérstaklega á alla íslenska
verkamenn, konur sem karla, að láta mál þetta til sín taka,
svo að alþingi sé ekki í vafa um vilja vorn.
Á þingmálafundi, sem haldinn var á ísafirði 29. maí 1897, var
samþykkt að skora á alþingi að samþykkja frumvarp um greiðslu
verkkaups í peningum í sömu átt og frumvarp það, sem borið var
fram 1893.17 Einnig var áskorun sama efnis send alþingi undir-
rituð af 425 ísfirðingum, Hnífsdælingum og Bolvíkingum.18 Á
þinginu sumarið 1897 flutti Skúli Thoroddsen frumvarp í neðri
deild um grciðslu daglauna og verkkaups við verslanir samhljóða
frumvarpinu frá 1893.19
f umræðunum um frumvarpið var haldið uppi sömu rökum og
mótrökum og á þingi 1893. Skúli Thoroddsen minntist enn á
ósjálfstæði verkamannaflokksins, sem væri ekki aðeins efnalegt
17. Þingmálafundur. Þjóðviljitm ungi VI, 22. 10. júní 1897.
18. Dagbók ncðri deildar alþingis, nr. 47-1897. Bókasafn alþingis.
19. Alþingistíðindi 1897 C, 243 (þskj. 140). (Umræður B, 616-628, 731-733)