Saga - 1985, Síða 21
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
19
heldur og pólitískt, af því hann væri í skuldafjötrum atvinnurek-
enda árið um kring. Hann kvaðst hafa spurt, að verslunarstéttin á
Akureyri hefði atkvæði meirihluta bæjarbúa alveg í hendi sér, og
á ísafirði hefði verslun Ásgeirs Ásgeirssonar um mörg ár haft
óskorað einveldi í bæjarmálum. Skúli lýsti fyrirkomulaginu á við-
skiptum atvinnurekenda og daglaunamanna svo:
En af hinni núverandi aðferð, að innskrifa launin í reikning
manna, leiðir það meðal annars, að verkamaðurinn veit
aldrei, hvernig hagur hans stendur, fyrr en seint og síðar
meir, með því að alltíðast er, að daglaun þau, sem unnið er
fyrir að vor- og sumarlagi, eru ekki innfærð í reikningana
fyrr en í október eða nóvember að haustinu og stundum
jafnvel ekki fyrr en í mars-apríl vorið eftir, því að þá er sá
tími, er kaupmenn senda út reikninga sína; því að þótt
verkamaðurinn, sem sjaldgæft er, sé sá reglumaður að skrifa
hverja stund hjá sér, sem hann vinnur, er enn örðugra að
skrifa hjá sér hvert tangur og tetur, sem út er tekið úr búð-
mni, enda sumt af því oft ekki verðsett fyrr en löngu eftir á.
Það er föst regla kaupmanna að borga aldrei peninga fyrir
vinnu sem neinu nemur, ...20
Skúli segir, að kaupmenn í Reykjavík hafi tvenns konar verð á
voru sinni, peningaverð, sem sé lægra, og reikningsverð, sem sé
mun hærra. Þess má geta, að á Bíldudal gilti eitt verðlag, sem lét
nærri að vera meðaltal af peningaverði og reikningsverði í Reykja-
vík. Hversu víða eitt verðlag hefur tíðkast, verður ekki fullyrt,
en 1 umræðum þingmanna er aldrei vikið að öðru en tvenns konar
verði, peningaverði og reikningsverði (vöruverði, nafnverði,
mnskriftarverði, uppgerðarverði, fölsku verði). Um afdrif frum-
varpsins er það skemmst frá að segja, að það var fellt frá þriðju
umræðu.
Lög um verkkaup samþykkt 1899, en ekki staðfest
Árið 1899 var í blaðinu Dagskrá skorað á menn í hinum ýmsu
landshlutum að semja og safna undirskriftum undir áskoranir til
20. Alþingistíðindi 1897 B, 618-619.
21. Lúðvík Kristjánsson: BíldudalsminningÁsthildarogPétursJ. Thorsteinsson, 63-64.
Reykjavík 1951.