Saga - 1985, Síða 22
20
JÓN GUÐNASON
alþingis um, að það afgreiddi lög um, að verkafólk fengi vinnu-
laun sín greidd í peningum að kvöldi hvers vinnudags eða til
dæmis á hverju laugardagskvöldi.22 Þessi hvatning er sögð frá
fjölmennum flokki manna á Vesturlandi, en ekki er greint frekar
frá því, hverjir eiga þarna hlut að máli. Á þingmálafundum í
Hafnarfirði 8. júní,23 ísafirði 19. júní24 og Reykjavík 29. júní25
voru gerðar samþykktir, þar sem skorað var á alþingi að setja í
lög, að verkamönnum yrðu borguð vinnulaun í peningum. Á
fundinum á ísafirði voru lagðar fram áskoranir frá verkamönnum
sama efnis.
Á þingi 1899 flutti sérajens Pálsson, þingmaður Dalamanna,
fruinvarp um greiðslu verkkaups,2í’ og hefur hann vafalaust gert
það í samráði við Skúla Thoroddsen. Tvær meginbreytingar
höfðu verið gerðar á því frá fyrra frumvarpi. Önnur var sú, að
ákvæði þess skyldu ekki einungis ná til verslana, heldur einnig til
þilskipa, ncma verkkaup væri hluti af afla, til verksmiðja og náma,
en hin var sú, að verkkaupseindagi var ekki tiltekinn.
Frumvarpið tók mikilvægum breytingum í meðförum, en í
báðum deildum voru kjörnar nefndir til þess að íjalla um það, og
skiluðu þær áliti.27 Samkvæmt frumvarpinu átti að gjalda verk-
kaup skilyrðislaust í peningum, en í neðri deild náði það fram að
ganga með þcirn breytingum að greiða mátti verkkaup með
vörum á peningaverði, ef svo hcfði um samist, og ekki mætti
borga það með skuldajöfnuði, nema gerðir væru um það samn-
ingar.28 Nefndinni í efri deild þótti athugavert að lögbjóða
greiðslu verkkaups undanþágulaust í peningum eða vörum á pen-
ingaverði, sem hún taldi óframkvæmanlegt og bryti í bága við
samningsfrclsi manna. Aðalreglan eigi að vera sú, að verkkaup sé
greitt í peningum, en aðilar megi semja um annan gjaldmáta,
borgun með vörum eða skuldajöfnuði. Þannig samþykkti efri
22. Áskorun. Dagskrá III, 30. 25. febrúar 1899.
23. tsafoldXXV 1,39. 14. júní 1899.
24. Pjóðviljinn tmgi VIII, 42. 24. júní 1899.
25. Dagskrá III, 52. 10. júlí 1899.
26. Alþingistíðindi 1899 C, 396 (þskj. 306). (Umræður A, 420-422. B, 1030-1052)
27. Alþingistíðindi 1899 C, 495 (þskj. 398), 589 (þskj. 503).
28. Alþingistíðindi 1899 C, 547-548 (þskj. 469).