Saga - 1985, Síða 23
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
21
deild frumvarpið.2J Frumvarpið fór aftur til neðri deildar, sem
samþykkti það óbreytt sem lög frá alþingi. í framhaldsnefndaráliti
í neðri deild segir, að breytingar þær, sem efri deild hefði gert á
frumvarpinu, hafi dregið mjög úr þeirri vernd, sem frumvarpið,
eins og það kom frá neðri deild, „veitti umkomulitlum og
fátækum vinnulýð gegn kaupmönnum og öðrum meiri máttar
vinnuveitendum, þar sem þær lúta að því að leyfa ótakmarkað
samningafrelsi um greiðslu verkkaupsins milli vinnuveitanda og
verkamanns."30
Konungur synjaði lögunum um greiðslu verkkaups um stað-
festingu. í synjunarbréfi ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja
eru látnar uppi efasemdir um, að unnt sé að breyta gjaldhætti verk-
kaups með lagasetningu. Fyrir synjuninni eru færðar þær ástæður,
að það sé ósamkvæmni, að ákvæði laganna skuli ekki gilda uin
verksamninga í landbúnaði; að bannað sé að greiða með skulda-
jöfnuði, en meginagnúinn séu refsiákvæði laganna, þar sem í þeim
eru ekki raunveruleg forboðsákvæði, heldur lagalíkur um skilning
á samningi manna á milli. Þannig yrði erfitt að framfylgja lögum
þessum.31 Um þessi afdrif laganna sagði Þjóðviljinn: „Ytir höfuð
er svo að sjá, sem stjórnina (Hörring ráðherra) hafi brostið vilja, til
að líta á mál þetta frá sjónarmiði verkmanna, og þegar svo er, þá
eru mótbárurnar jafnan auðfundnar."32
Lög um verkkaup samþykkt Í90Í og staðfest Í902
Hinn 8. og9. mars 1901 varþingmálafundurhaldinnáFlateyri, og
sóttu hann 14 kjörnir fulltrúar úr fjórum hreppum Vestur-ísa-
fjarðarsýslu. Þar var meðal annars samþykkt tillaga um, að allt
kaup skyldi borgað í peningum, einnig verkafólki í sveitum. Þar
var og lagt til, hvernig gjalddögum skyldi háttað.33
29. Alþingistíðindi 1899 C, 661 (þskj. 570).
30. Alþingistíðindi 1899 C, 661 (þskj. 571).
31. Stjórnartíðindi 1900 B, 71—72. —Jfr. Björn Þórðarson: Alþingi og konungsvaldið.
Lagasynjanir 1875-1904, 44-45. Reykjavík án ártals.
32. Raddir almennings. Þjóðviljinn XIV, 32.-33. 29. september 1900.
33. Þjóðviljinn VI, 19. - 20. 30. apríl 1901.