Saga - 1985, Side 24
22
JÓN GUÐNASON
Á þingi 1901 flutti Skúli Thoroddsen í neðri deild frumvarp um
greiðslu verkkaups,34 og var þetta í fjórða sinn, sem málið kom til
kasta alþingis. í þessu frumvarpi voru refsiákvæðin frá fyrri frum-
vörpum felld niður, og mælt fyrir um, að óheimilt væri að semja
um öðruvísi greiðslu en í peningum, nema starfsmaður eða dag-
launamaður stæði í skuld við atvinnurekanda, en þá mátti borga
hana með skuldajöfnuði, ef svo hefði áður um samist. í frumvarp-
inu frá 1899 var hins vegar heimilað ótakmarkað samningsfrelsi
um borgun verkkaups.
í framsöguræðu sinni Qallaði Skúli Thoroddsen um synjunar-
ástæður stjórnarinnar og minntist stuttlega á það, hvernig laga-
setning um greiðslu verkkaups hefði þróast í Englandi. Annars
urðu umræður stuttar og fáir tóku til máls. Guðjón Guðlaugsson
á Ljúfustöðum, þingmaður Strandamanna, hafði síðastur orðið,
og voru lokaorð hans þessi: „Eg álít enga þörf á lögum þessum og
ekki rétt að vernda stétt, sem stendur betur að vígi en nokkur
önnur stétt í landinu, ef sparsemi og dugnað ekki vantar."33 En
þingmenn voru ekki sama sinnis og Guðjón, enda margt orðið
breytt, síðan frumvarpið um verkkaup kom fyrst fram 1893.
Meðal annars hafði atvinnulífið tekið Qörkipp og jafnframt hafði
peninganotkun aukist. Var frumvarpið samþykkt óbreytt í
báðum þingdeildum, í neðri deild með 17 atkvæðum og í efri deild
með sex atkvæðum gegn fjórum. Konungur staðfesti lögin um
greiðslu verkkaups, lög nr. 4, 14. febrúar 1902, en þau eru á þessa
leið:36
l.gr.
Verkkaup skal greitt með gjaldgengum peningum starfs-
mönnum öllum og daglaunamönnum við verslanir, verk-
smiðjur og náma, hásetum og öðrum starfsmönnum á þil-
skipum, sem á fiskiveiðar ganga eða hvalveiðar, hvort sem
eru seglskip eða gufuskip, nema verkkaupið sé hluti af afl-
anum sjálfum, svo og starfsmönnum og daglaunamönnum
34. Alþingistíðindi 1901 C, 319 (þskj. 139). (Umræður A, 412-417, B, 923-929)
35. Alþingistiðindi 1901 A, 416.
36. Stjómartíðindi 1902, 10.