Saga - 1985, Page 25
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
23
þeim, er á landi vinna hverja þá vinnu, er afútgerð skipanna
leiðir, og má eigi greiða kaupið með skuldajöfnuði, nema
svo hafi verið sérstaklega um samið.
2. gr.
Nú vinnur maður ákveðið verk fyrir ákveðið kaup (accord)
að einhverri þeirri atvinnugrein, er 1. gr. hljóðar um, og fer
um greiðslu þess eins og segir í 1. gr.
Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að hegða.
Þetta voru fyrstu lögin, sem sett voru til verndar daglauna-
mönnum bæjanna,37 en þau gengu mun skemur en upphaflega var
ætlað: a) peningagreiðsla var ekki skilyrðislaus, heldur var
heimilt að semja um borgun með skuldajöfnuði, b) gjalddagi
var ekki tiltekinn og c) refsiákvæði voru engin. Hins vegar náðu
lögin yfir alla launamenn, ekki daglaunamenn eina, nema verka-
fólk í sveitum, vinnuhjú og kaupafólk.
í Þjóðviljanum segir, að það hafi verið málinu til happs, að
frjálslynd stjórn var komin til valda í Danmörku, því að hægri-
mannastjórnin hefði efalaust eytt því að nýju. Nú sé komið til
kasta verkamannalýðsins sjálfs að hagnýta sér ákvæði laganna vel
°g skynsamlega, svo að þau verði verkamönnum sem notadrýgst,
geri þá athugalli um efni sín, sparneytnari og sjálfstæðari. Náist sá
tilgangur laganna að nokkru leyti, þá hafi vel verið barist.38
Lögunum um verkkaup var í mörgu áfátt, þau ber nánast að
skilja sem viljayfirlýsingu alþingis, að verkkaup skuli greitt í pen-
mgum. Þjóðviljinn hefur það eftir Skúla Thoroddsen á stjórnmála-
fundi, sem hann efndi til á ísafirði 3. september 1904, að nauðsyn-
legt væri „að skerpa ákvæði laganna um greiðslu verkkaups í pen-
mgum, sem sumir atvinnurekendurnir í kaupstaðnum virtust
sinna fremur lítið. “39
37. Áður höfðu verið sett lög um starf sjómanna, farmannalögin nr. 13, 22. mars
1890, og um iðnaðarnám, nr. 15, 16. september 1893, sem náði einnig til versl-
unarnáms.
38. Greiðsla verkkaups. Pjóðviljinn XVI, 13. 26. mars 1902.
39. (sfirsk fundahöld. Þjóðviljinn XVIII, 37. 19. september 1904.