Saga - 1985, Page 26
24
JÓN GUÐNASON
RÖK MEÐ OG MÓTI LAGASETNINGU
Um vövuverkkaup í Bretlandi
Skúli Thoroddsen minntist á það á alþingi 1893, að sett hefðu
verið lög í Englandi um greiðslu verkkaups,1 og á þingi 1897 kvað
hann frumvarp sitt um verkkaup sniðið eftir enskum lögum, en
væri af eðlilegum ástæðum ekki eins ítarlegt, þar sem atvinnu-
greinar í Englandi væru svo margvíslegar og lögin mæltu fyrir um
samskipti verksmiðjueigenda og verksmiðjustarfsmanna í ýms-
um greinunr. Á Norðurlöndum giltu engin lög um þetta efni, en
viðskiptavenjan milli starfskaupanda og starfssala færi að mestu
leyti saman við grundvallarreglur frumvarpsins.2 Á þingi 1901
kvaðst Skúli Thoroddsen hafa undir höndum stóra bók, sem
bresk þingnefnd skipuð laust fyrir 1870 hefði tekið saman um
kaupgjaldshátt í Bretlandi. Hún hefði safnað saman eldri lögum
og viðað að sér skýrslum víðs vegar að til þess að gera sér grein
fyrir högum verkamanna og áhrifúm ríkjandi kaupgjaldsháttar.
Hann rakti í örstuttu máli lagasetningu Englendinga um kaup-
gjald allt frá 1464 og gat sérstaklega laga frá 1817, 1831 og 1870,
þar sem kveðið var á um, að allt verkkaup verkamanna skyldi
borgað í peningum.3
Bretar kölluðu launakerfi, þar sem greitt var í fríðu, truck system.
Hér verður það kallað vörulaunakerfi til hagræðis, þótt það heiti
nái ekki yfir allan þann gjaldmáta, sem heitið truck system spannar.
George W. Hilton skilgreinir truck system svo:
Vörulaunakerfi er heiti, sem notað hefur verið um ýmiss
konar náskylt fyrirkomulag, þar sem einhver neysla er
bundin vinnuráðningarsamningi. Fram á ofanverða 18. öld
eða 19. öld virðist algengasta mynd þess hafa verið kaup-
greiðsla í vörum, að jafnaði í nýlenduvörum, en stundum í
álnavöru eða afurðum, sem framleiddar voru í fyrirtæki
1. Alþingistíðindi 1893 B, 905.
2. Alþitigistíðindi 1897 B, 617.
3. Alþingistíðindi 1901 B, 925. — Sjá aftanmálsgrein 1.