Saga - 1985, Page 28
26 JÓN GUÐNASON
3. Vörulaunakerfið er sviksamleg aðferð (J.L. og Barbara
Hammond 1917).
4. Vörulaunakerfið er aðferð til þess að sneiða hjá umsömdum
kauptöxtum (Sidney og Beatrice Webb 1902).
5. Vörulaunakerfið er aðfcrð til þess að gera verkamenn háða
atvinnurekendum sínum með skuldafjötrum (Francis A.
Walker 1877). Hilton segir, að samkvæmt þessari fullyrðingu
hafi skuldir verkamanna verið haft á atvinnufrelsi þeirra.
6. Þess var krafist bæði af einhleypingum og heimilisfeðrum,
að þeir skiptu við verslanir atvinnurekenda, þar sem verðlag var
hærra en annars staðar. Því stærri sem fjölskylda þeirra var, því
meiri innkaup og þar af meiri kaupskerðing. Af þessu leiddi, að
eftir því sem fjölskylda verkamannsins var stærri, því minni var
hreyfanleiki hans og færi á því að segja skilið við atvinnurek-
anda sinn (William Cameron blaðamaður 1870).
7. Vörulaunakerfið er sprottið af stöðugum peninga-
vandræðum, ófullkomnum lánsviðskiptum eða almennum
greiðsluerfiðlcikum manna, áður en lag komst á veltiinnlán.
Þetta er kerfi til þess að komast yfir skammtímafjármagn
(George Unwin 1924 og fleiri6). Þessi tilgáta, segir Hilton, er
byggð á samsvörunum milli útbreiðslu vörulaunakerfisins og
fjárkrepputíma og milli þcnslu peningastofnana og hnignunar
vörulaunakerfisins á 19. öld.
Hilton ræðir þcssar skoðanir á vörulaunakerfinu, en ekki er ástæða
til að geta um aðrar niðurstöður hans en þá, að hann tclur lítinn
vafa á því, að Alfred Marshall hafi réttilega lýst þessu launakerfi
sem aðferð atvinnurckenda „til þess að ná aftur með refjum (by
underhand ways) hluta af þeim launum, sem þeir borguðu að
nafni til.“7
í Bretlandi voru gjaldhættirá 19. öld mjög mismunandi í hinum
ýmsu greinum iðnaðar og námavinnslu, í sumum tíðkaðist pen-
ingaborgun en í öðrum greiðslur í fríðu. Þar sem farið var eftir
vörulaunakerfinu, var ýmist hafður sá háttur á, að vöruborgun
var skilyrði fyrir vinnu eða þeim, sem áttu kaup inni og tóku það
6. Meðal þcirra cr T. S. Ashton: The Industrial Revolution 1760-1830, 100-101.
Oxford University Prcss, London 1954 (cp. útgáfunnar frá 1948).
7. Hilton, 40.