Saga - 1985, Síða 29
GREIÐSLA VERKKAUPS I PENINGUM
27
fyrirfram, var greitt með vöruseðlum, en þá var úttekt takmörkuð
°g jafnan gerð upp næsta útborgunardag á eftir, sem voru viku-
lega, hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega. Vörulaunakerfið
islenska eða innskriftarkerfið náði hins vegar einkum til sjómanna
°g daglaunamanna. Vöruborgun var ekki beint skilyrði fyrir
vinnu, en var það hins vegar í reynd. Þá tóku íslenskir erfiðismenn
ut ur búð upp á væntanlegar tekjur og uppgjör gat dregist um
marga mánuði, þannig að þeim var mjög hætt við að lenda í
skuldabasli. Þótt tilhögun og form á vörulaunakerfinu í Bretlandi
°g íslandi væru með sitthverju móti, voru þau þó eðlisskyld. í
báðum löndunum snerust umræður um þennan gjaldhátt líka um
rnörg sömu atriðin, eins og um meinsemdir hans, samningsfrelsi,
ábata atvinnurekcnda og kaupskerðingu verkafólks, peningaeklu,
gagnsemi lagasetningar og fleira.
Lánsverslun og skuldajjötrar
Eins og fyrr segir var markmiðið með lögum um verkkaup að efla
sjálfstæði verkamanna efnalega og andlcga með því að losa þá af
skuldaklafa og gera þá fjárráða. Orsakir þess, að margir verka-
menn og sjómenn, og bændur reyndar líka, lentu í skuld við kaup-
rnenn, voru ýmsar, en þær cr fyrst og fremst að rekja til atvinnu-
hátta og fátæktar íslendinga.
Viðskipti íslendinga voru að mestu leyti vöruviðskipti, en pen-
ingaviðskipti lítil. Þrátt fyrir aukna verðmætamyndun og pen-
inganotkun á síðari hluta 19. aldar jókst lánsverslun til mikilla
muna og jafnframt fylgikvillar hennar, verslunarskuldirnar.
Atvinnu var þannig háttað í kaupstöðum og sjóþorpum, að verka-
lýður vann fyrir mestu afkaupeyri sínum á vissum árstíðum, dag-
launamenn yfir sumartímann og sjómenn á þetta þremur til sex
mánuðum á ári, frá útmánuðum og fram á haust. Nær öll viðskipti
þeirra fóru fram með innskriftum, þeir lögðu inn vinnu sína og
fisk hjá verslunum og tóku út vörur í staðinn, en reikningar voru
að jafnaði ekki gerðir upp fyrr en komið var fram á haust eðajafn-
vel fram á næsta ár. Innlegg verkamanna og sjómanna dugði mis-
lengi, hjá sumum hrökk það ekki til nema fram á útmánuði, hjá
öðrum ekki nema til ársloka, og þá var ekki annað til ráða en að fá