Saga - 1985, Síða 30
28
JÓN GUÐNASON
vörur að láni hjá kaupmönnum fram á vor og sumar upp á vænt-
anlega vinnu og fiskinnlegg. Þannig var stofnað til skulda við
kaupmenn, og þær gátu orðið langvarandi, þar sem tekjuvonir
vildu bregðast vegna slæms árferðis, aflabrests og verðlækkunar á
fiski, en einnig vegna heilsubrests verkamanna og fráfalls.
Þótt árstíðabundin atvinna og miklar tekjusveiflur væru aðal-
ástæðurnar til þess, að margir voru á stöðugum skuldaklafa
kaupmanna, kom ýmislcgt annað til. Kaupmenn höfðu ekki
strangan hemil á útlánum, því að þeir vildu með þeim tryggja sér
viðskiptavini, sérstaklega þá sent gátu lagt inn landvöru og fisk.
Skúli Thoroddsen sagði 1893, að samkeppni kaupmanna við
kaupfélögin hefði á síðari árum stuðlað að því að auka verslunar-
skuldir, þar sem þeir hafi viljað halda viðskiptamönnum með
lánsverslun.8 9 Því er líka við að bæta, að samkeppni kaupmanna
innbyrðis, einkum í kaupstöðum, fór harðnandi. Ekki virðast
kaupmenn hafa notað lánsverslunina til þess að binda vinnuaflið,
enda var framboð á því ntikið. Engar sögur fara heldur af því, að
verslunarskuldir hafi gert verkamenn og sjómenn átthagabundna,
heft ferðafrelsi þeirra, en ekki er útilokað, að einhver brögð hafi
verið að því. Sumir hafa ugglaust komist í vanskil sökunt þess, að
þeir fóru gálauslcga með efni sín. Kröfur unt lífsgæði höfðu vaxið
mikið frá því sem áður var og freistingin þess vegna sterk að taka
nteira út úr búð en efni leyfðu, en viðskiptafyrirkomulagið allt,
gjaldháttur og óreglulegir gjalddagar og uppgjör, hefur gert
mörgunt óhægt unt vik að ltenda fullar reiður á fjárhag sínum.
Valdimar S. Bjarnason sagði á fundi í Sjómannafélaginu Bár-
unni í Rcykjavík 1898: „Skuldaverslunin og öll sú bölvun sem
henni fylgir er svo alþekkt átumcin meðal vor sem fátækir erum,
að það væri hlægilegt að fara að útskýra nánar, hvað hún leiðir af
sér.“‘' Og Þjóðviljinn ungi segir sama ár: „Það eru verslunarlánin
og þar af leiðandi verslunarskuldir sem eru mesta nteinið í verslun
vorri. “I0
Þeir, sent voru mótfallnir lögum unt greiðslu verkkaups, héldu
því fram, að þau yrðu ekki framkvæmanleg, eins og hér háttaði til.
8. Alþingistíðindi 1893 B, 93.
9. Ágrip af fyrirlestri. Dagskrá II, 91. 23. febrúar 1898.
10. Þjóðviljinn ungi VIII, 2.-4. 20. október 1898.