Saga - 1985, Page 31
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
29
Magnús Stephensen og Tryggvi Gunnarsson töldu, að menn yrðu
utilokaðir frá lánum, ef kaupmenn væru skyldaðir til þess að
borga verkkaup í peningum. Lánsverslunin væri fátæklingum við
sjoinn mikið hjálpræði og þeir mundu lenda í miklum vandræð-
um> ef henni yrði útrýmt.11 Stuðningsmenn lagasetningar áttu
reyndar fá svör við þessu. Þeir viðurkenndu, að vandræði gætu af
þessu hlotist, en aðeins um stundarsakir, meðan verkalýðurinn
væn að koma lagi á fjárreiður sínar og aðlagast staðgreiðslukerfi.
Jens Pálsson var jafnvel hlynntur því að sveitarsjóðir hlypu undir
bagga nteð þeim, sem lentu í kröggum.12 Bert er, að láns- og
skuldaverslunin var mesta hindrunin í vegi þess, að verkalýðurinn
fengi kaup sitt borgað í peningum og jafnframt á leið hans til sjálf-
stæðis.
Peningaekla og vöruborgun
Peningaviðskipti fóru vaxandi á síðari hluta 19. aldar, meðal ann-
ars var farið að greiða afurðir bænda og vinnu verkalýðs að ein-
hverju leyti í peningum, en þó hefur það verið ákaflega mismun-
andi. Breskir kaupmenn keyptu fé og hross á fæti og borguðu með
peningum,13 sama gerði Pike Ward kaupmaður fyrir smáfisk og
hvalveiðimenn fyrir vinnu. Einnig greiddi ríkið kaup embættis-
ntanna og annarra starfsmanna í peningum, en það krafðist
jafnframt, að flest opinber gjöld væru borguð í peningum, sem
hafði í för með sér aukna ásókn í þá. Þetta voru aðilar, sem stund-
nðu eingöngu eða svotil peningaviðskipti, en fjölmargir aðrir
notuðu peninga að meira eða minna leyti í viðskiptum.
Það varð einnig til þess að greiða fyrir peninganotkun, að pen-
ntgastofnanir voru settar á fót, þar sem unnt var að ávaxta fé og fá
lán til framkvæmda. Landsbanki íslands var stofnaður 1885 til
þess „að greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu og styðja að
ffamforum atvinnuveganna", eins og segir í lögum um hann.
1!- Alþingistíðindi 1899 B, 1033-1034, 1041-1042.
'2. Alþingistíðindi 1899 B, 1035.
13. Sveinbjörn Blöndal: Sauðasalan til Bretlands. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 8, 38—
42. Reykjavík 1982.