Saga - 1985, Side 32
30
JÓN GUÐNASON
Sparisjóðir voru stofnaðir víða um land, og voru þeir orðnir 24
árið 1900. Þrátt fyrir þessar peningastofnanir og aukna peninga-
umferð reyndist lánsíjárþörfin mun meiri en unnt var að full-
nægja. En eftirspurnin sýnir einnig, að umsvif hafa verið mikil og
framkvæmdahugur sterkur. Um aldamótin voru peningamálin
eða öllu heldur peningavandræðin ásamt stjórnarskrármálinu efst
á dagskrá í þjóðmálabaráttunni.
Andstæðingar laga um verkkaup kváðu atvinnurekendum
ofviða að borga kaupgjald í peningum vegna peningaþurrðar. „Ég
er hræddur um, að ef ætti að borga öllum vinnulaun sín í pening-
um, mundu ekki verða nægilegir peningar til í landinu", sagði
Tryggvi Gunnarsson.14 Þórður Guðmundsson bóndi í Hala, 2.
þingmaður Rangæinga, taldi, að sveitabændum yrði cnn örðugra
en áður að fá peninga hjá kaupmönnum fyrir afurðir sínar, ef
frumvarpið næði fram að ganga. Fólk, sem skorti fé, mundi
streyma til kaupstaðanna, en það yrði til þess, að verkamenn ættu
ekki nema um tvo kosti að velja, annaðhvort að bjóða daglaunin
niður eða standa vinnulausir. Þórður kvaðst sannfærður um það,
að brátt kæmi að því, að sveitabændum yrði gert að greiða allt
kaupgjald kaupafólks og vinnufólks í peningum, og stóð honum
ógn af slíkum kaupmáta eins og peningahorfur voru.15
Fylgismenn laga um verkkaup kváðu atvinnurekendur geta
tekið lán til þess að borga vinnulaun í peningum. Það fé væri þeim
ekki með öllu glatað, því að þeir fengju það meira og minna aftur
í viðskiptum við vinnulýðinn, einkum í kauptúnum, þar sem
voru einn eða tveir kaupmenn. Bændum væri það til hagsbóta, að
verkafólk fengi kaup sitt greitt í peningum, þar sem það gæti þá
keypt landvörur beint af þeim. Þannig fengju bændur peninga og
peningaumferð ykist í landinu.
Stuðningsmenn laga um verkkaup héldu því fram, að vöru-
borgun væri aðferð atvinnurekenda til þess að gera sér sérstakan
arð af vinnukaupum og afurðakaupum, en þeir höfðu algerlega
frjálsar hendur að leggja lag á vörur sínar og velta öllum kostnaði
yfir í vöruverðið. Jens Pálsson kvað vöruborgunaraðferðina viss-
14. Alþingistíðindi 1899 B, 1041.
15. Alþingistíðindi 1897 B, 620-621. — Alþingistíðindi 1899 B, 1038-1039.