Saga - 1985, Page 33
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
31
an gróðaveg fyrir kaupmenn,16 og Skúli Thoroddsen kvað verka-
nienn ekki fá vinnu, nema þeir tækju kaupið út í vörum og sættu
S1g við hvaða kjör, sem atvinnurekendur vildu setja. Hann fullyrti
emnig, að frumvarpið um verkkaup sætti megnustu mótspyrnu
atvinnurekenda, því að þeir hygðu sig hafa mikinn skaða afþví.17
Enginn þingmaður bar á móti því, að verkamenn og sjómenn
fengju minna greitt fyrir vinnu sína í vörum en peningum, en
þeim bar ekki saman um það, hversu sá munur væri mikill. Jens
Pálsson og Skúli Thoroddsen töldu reikningsverð kaupmanna á
vorum 25—30% hærra en peningaverð, Þorlákur Guðmundsson
frá 10 upp í 20% og Jón Þórarinsson kvað verðmun á vörunni
aldrei geta orðið mjög mikinn, ef til vill gætu verkamenn fengið
4—6% afslátt á reikningsverði. Bæta má við, að á þessum árum var
viðurkenndur taxti kaupmanna á Sauðárkróki 20 aurar á klukku-
stund, er miðað var við peningagreiðslu, en 25 aurar í innskrift.18
Skýringin á þessum sundurleitu tölum þingmanna virðist vera sú,
að þeir eru ekki með sömu verslunarstaðina í huga. Munur á
reikningsverði og peningaverði hefur verið langtum minni í
Reykjavík og grennd en annars staðar á landinu, enda sagði Skúli
Thoroddsen, „að oss sem búum fjarri höfuðstaðnum finnst, að
ver seum komnir í nýjan heim, þegar vér heyrum um vöruverð
hér í Reykjavík."19
Nokkrir þingmenn héldu því fram, að vöruverð kaupmanna
væn óeðlilega hátt, það væri nafnverð eða falskt verð, sem verk-
kaupið væri miðað við, en ekki sannverð.20 Sumir vildu kenna
verslunarfyrirkomulaginu um, einkum umfangsmikilli lánsversl-
un, en einnig voru nefndir aðrir þættir, sem þóttu stuðla að háu
verðlagi, að kaupmenn greiddu of hátt verð fyrir innlenda vöru21
°g verslunin væri of blönduð og lítið sérhæfð.22 Tilhögun versl-
unannnar hefur ugglaust valdið kaupmönnum ýmsum auka-
!6. Alþingistíðindi 1899 B, 1037.
17- Alþingistíðindi 1897 B, 625, 627.
18. Kristmundur Bjarnason: Sagú Sauðárkróks I, 383. Akureyri 1969.
19. Alþingistíðindi 1893 B, 908. — Sjá aftanmálsgrein 2.
20- Sjá m.a. Alþingistíðindi 1899 B, 1046 (Jón Jensson þingmaður Reykvíkinga).
21. Alþingistíðindi 1893 B, 98 (Bogi Melsteð 2. þingmaður Árnesinga).
22. Alþingistíðindi 1893 B, 97 (Sighvatur Árnason).