Saga - 1985, Side 35
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
33
svari þilskipaútgerðarmanna, kvartaði stöðugt um hátt kaup há-
seta á þilskipum.26
Launakerfið í kaupstöðum og kauptúnum byggðist ekki ein-
gongu á beinni vöruúttekt. Sumir kaupmenn gáfu út vöruseðla
eða slegna mynt, sem var innleysanleg í vörum í verslunum
þeirra, en það munu hafa verið skuldlausir viðskiptamenn, sem
fengu slíkan gjaldmiðil eða ávísanir. Pétur J. Thorsteinsson á
Bíldudal gaf út peninga, kallaðir hlunkar eða Bíldudalshlunkar,
°g greiddi 90% andvirði þeirra í vörum, en þeir voru í gildi til 1.
mai 1902. Um Pétur segir: „Ekki var Pétri vel við það, ef menn
versluðu með peninga þessa í öðrum verslunum ... Mjög var
hann ófús að láta viðskiptainenn sína fá peninga fyrir þessi vöru-
merki sín.“27
Af sama toga var ráðstöfunin á aflahlut sjómanna. Hásetar voru
ráðnir á fiskiskip ýmist upp á fast mánaðarkaup auk verðlauna af
afla, ákveðið gjald af drætti eða aflahlut (hálfdrætti). Undir aldar-
tak færðist í vöxt, að hásetar réðu sig upp á hálfdrætti, þ.e. hver
háseti fékk helming af því, sem hann dró. Árið 1902 gerðu þil-
skipaútgerðarmenn við Faxaflóa samþykkt um að ráða alla háseta
UPP a hálfdrætti.28 Hásetar voru ekki frjálsir að því að ráðstafa
aflahlut sínum, því að útgerðarmenn skylduðu þá til þess að selja
ser hlutina.-J Kaupmenn ákváðu kaupverð á fiski, til dæmis komu
'aupmenn á ísafirði sér saman um það og auglýstu, en aðrir kaup-
menn á Vesturlandi hlíttu ákvörðun þeirra.30 Þannig réðu kaup-
enn einhliða kaupgjaldi háseta, en einhver misbrestur hefur
verið á því, að þeir fengju fullt gangverð fyrir fiskhluti sína.31 í
-6- |Tryggvi Gunnarsson]: Athugasemd við skýrslurnar um fiskveiðar. Almanak
hitis íslenzka Þjóðvinafélags, um árið 1899. 25. 64-68. Reykjavík 1898. Sjá aftan-
málsgrein 3.
-7. Lúðvík Kristjánsson: Bíldudalsminning, 62-63. — Jfr. „Vöruseðlar" Laxdals.
Þjóðviljinn ungi VI, 36.-37. 23. september 1897.
28. Ráðningar-samþykkt. IsafoldXXIX, 60. 13. september 1902.
-7. Hásetar og útgerðarmenn. Dagskrá II, 92. 2. mars 1898.
30. Sját.a.m. Þjóðviljinn XXIII, 41,—42. 18. september 1909.
L J°n t’órarinsson: Rósir meðal þyrna. ísafold XXVIII, 13. 9. mars 1901. —jfr.
Gils Guðmundsson III, 234-239.