Saga - 1985, Page 37
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
35
Samningsfrelsi verkalýðsins
Andstæðingar lagasetningar um verkkaup klifuðu á því, að samn-
mgsfrelsi manna yrði takmarkað eða útrýmt með þess háttar
lögum, og riðu þau þannig í bága við persónufrelsi. Pessa frelsis-
hugmynd hafa þeir sótt í mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar,
en fyrst og fremst í meginsetningar hinnar hagrænu frjálsræðis-
stefnu, sem birtist í kjörorðinu laissez faire, laissez passer, látum
hvern um sitt, látum hlutina sjálfráða. Samkvæmt þessari kenni-
setmngu átti ríkisvaldið ekki að grípa inn í gangverk atvinnulífsins
°g félagslegar afleiðingar þess. Kaup og kjör verkalýðsins ogjafn-
framt vöruverð áttu að ráðast af markaðslögmálum. En þing-
nienn lögðu ekki sama skilning í frelsishugtakið. Birni Sigfússyni,
þingmanni Húnvetninga, fórust svo orð:
Eftir því sem frumv. fer fram á, er samningsfrelsi vissra
stétta mjög mikið takmarkað og það er ekki gjörandi vegna
þess, að það hlýtur að takmarka of mjög persónulegt frelsi
hinna sömu. Þetta frelsi ímynda ég mér þó að margir í
nefndinni [verslunarmálanefndinni] vilji síst skerða. Orðið
„frelsi“ hefur svo oft komið á varir þeirra; „frelsi! frelsi!“ er
hið stöðuga orðtak þeirra.34
Skúli Thoroddsen var ekki samnrála Birni og fleiri þingmönn-
um um, að óheft frelsi væri til farsældar:
Þeir h. þingm., sem talað hafa, hafa einkum tekið það franr,
að frv. kæmi í bága við samningsfrelsi manna; og ég skal líka
játa það, að það er nrjög fallegt, að hafa þetta orð „frelsi“ ein-
att á vörunum; en orðið „frelsi", og sú hugnrynd, sem við
það er bundin, er þó því að eins fagurt, að það eigi konri
franr sem ótaknrarkað sjálfræði, heldur sé bundið vissunr
lögskipuðum taknrörkum.35
Skúli benti á það, að löggjafarvaldinu í öðrum löndunr — og þar
atti hann við þau lönd, þar sem hið óhefta framtak var leiðarljósið
~~ þætti ástæða til þess að setja verkamannalöggjöf verkalýðnunr
til verndar.3í> Sunrir þeirra þingmanna, sem héldu á lofti óheftu
34- Alþingistíðindi 1893 B, 903.
35. Alþingistíðindi 1893 B, 905.
3t>. Alþingistíðindi 1893 B, 898, 906. — Sjá aftanmálsgrein 4.