Saga - 1985, Page 38
36
JÓN GUÐNASON
atvinnu- og persónufrelsi, fylgdu þó ekki þessari kennisetningu til
hlítar, þegar reynt var að rýmka atvinnu- og ferðafrelsi vinnu-
stéttanna, eins og þegar rætt var um að afnema eða losa um vistar-
bandið á þingunum 1891 og 1893. Þannig gat frelsishugmyndin
verið nokkuð teygjanleg eftir því sem við átti hverju sinni.
En hvaða nauðsyn bar til að setja lög til verndar einni stétt og
skerða þar með frelsi annarra. Skúli Thoroddsen svaraði þessu
þannig:
H. sami þm. kom enn með hina gömlu mótbáru sína gegn
málinu, að hér væri gengið of nærri samningafrelsi manna.
En þess er að gæta, að það er naumast um samningafrelsi að
ræða, þar sem svo ólíkt er á komið með málspörtum, að
annars vegar eru atvinnuþurfandi fátæklingar, en hins vegar
auðugir vinnuveitendur. Þar komast ekki að frjálsir samn-
ingar, heldur nauðungarsamningar, verkamaðurinn verður
að sætta sig við það, sem honum er boðið.37
Andstæðingar laga um verkkaup héldu því fram, að kaupmenn
kynnu að lækka kaupgjaldið, ef þeir yrðu skyldaðir til þess að
borga það í peningum, og væru verkamenn þá engu betur settir en
áður. Þetta sýnir glöggt, hversu sanmingsstaða vinnukaupenda
og vinnuseljenda var gerólík. Skúli Thoroddsen kvaðst ekki geta
synjað fyrir það, að kaupmenn gætu gripið til þessa ráðs, en
peningagreiðsla borgaði sig samt sem áður margfaldlega. Hann
bætti svo við þessum eftirtektarverðu orðum — þá voru engin
verkalýðssamtök til hérlendis:
Þar að auki yrði sú lækkun ekki nema í svipinn, því að
afleiðingin af því, að frumv. þetta yrði að lögum, mundi
verða sú, að verkmannalýðurinn yrði miklu sjálfstæðari
eftir en áður, og færari, eins og vinnumenn í öðrum lönd-
um, að hugsa sjálfir um hag sinn. Vinnuveitendurnir
mundu þá ekki ráða kaupinu einir, eða skammta verka-
mönnum úr hnefa það eina, sem þeir vildu „gefa“, eins og
hér á landi er að orði komist, heldur myndu verkamennirnir
sjálfir vilja eiga og þátt í því, að leggja verð á vinnu sína.38
37. Alþingistíðindi 1901 B, 928.
38. Alþingistíðindi 1893 B, 908-909.