Saga - 1985, Side 39
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
37
Þegar lögin um verkkaup höföu verið staðfest, sagði Skúli, að
það væri verkamanna sjálfra að hagnýta sér ákvæði laganna, en þá
vaknar sú spurning, hvort verkalýðurinn hafi verið þess umkom-
inn.
í umræðunum um verkkaup komu fram viðhorf þingmanna til
hins kornunga verkalýðs á þéttbýlisstöðunum. Þeir lýstu verka-
lýðnum sem bágstaddri, lítt menntaðri og umkomulausri stétt,
sem kynni lítið með peninga að fara. Þorlákur Guðmundsson
kvað alla verða að játa það, að stefna frumvarpsins um verkkaup
væri mannúðleg og samkvæm því sem tíðkaðist í öðrum löndum.
Flestir þingmanna sögðu frumvarpið sprottið af góðum hug og
filgang þess góðan, en allmargir höfðu þó uppi mótbárur gegn
lagasetningu. Stuðningsmenn kváðu tilgang þess að bæta kjör
verkalýðsins og efla sjálfstæði hans, og nefndu þá íjárhagslegt
sjálfstæði. Skúli Thoroddsen var eini þingmaðurinn, sem vék að
andlegu og pólitísku ósjálfstæði hans, og hann var sá eini, sem
minntist á verkalýðssamtök, en samkvæmt því og öðrum
ummælum hans gerði hann sér fulla grein fyrir því, að í hinni
fámennu og umkomulausu verkalýðsstétt væri vaxtarmagn og
falið afl, sem gæti með tíð og tíma breytt lítilsigldri stöðu hennar:
Verkamannastéttin hér á landi er að vísu ekki ijölmenn enn
sem komið er; en miðað við aðrar stéttir er það þó orðinn
all-álitlcgur fjöldi, sem daglaunavinnu hefir að meira eða
minna leyti að atvinnu sinni. Erlendis hafa verkmenn marg-
vísleg samtök, til þess að vernda stéttarhagsmuni sína, og
það er ekki nema eðlilegt, að samskonar verkmannahreyf-
mgar taki einnig að vakna hér á landi.39
Á þessum árum, 1893-1902, er barist var fyrir því, að sett yrðu
lög um greiðslu verkkaups í peningum, var verkalýðshreyfmg að
skjóta rótum á íslandi.40 Árið 1894 var Sjómannafélagið Báran
stofnað í Reykjavík, og var ein af kröfum þess, að hásetum væru
gfeidd laun í peningum en ekki vörum.41 Síðar voru stofnuð
Bárufélög eða dcildir á öðrum stöðum, Hafnarfirði 1897 eða 1898,
39- Alþingistíðindi 1897 B, 616-617.
414 Ólafur R. Einarsson: Upphaf islenzkrar verkalýðshreyfmgar 1887-1901. Reykja-
vík 1970.
4h Ólafur R. Einarsson, 52—53.