Saga - 1985, Page 40
38
JÓN GUÐNASON
Akranesi 1902, Eyrarbakka 1903 og skömmu síðar á Stokkseyri,
í Keflavík 1904, önnur deild í Reykjavík 1905 og í Garði sama ár.
Vcrkamannafélög voru mynduð á Seyðisfirði og Akureyri 1897,
en þau störfuðu ekki nema tvö til þrjú ár. Ein af kröfum Verka-
mannafélags Akureyrarkaupstaðar var kaupgreiðsla í pening-
um.42 Iðnaðarmenn stofnuðu stéttarfélög, prentarar 1897, skó-
smiðir, járnsmiðir og trésmiðir 1899 og múr- og steinsmiðir 1900.
Meðal verkefna þessara félaga var að sporna við lánsverslun og fá
verkkaupið greitt í peningum.43 Þannig var kaupgreiðsla í pening-
urn ein meginkrafa verkalýðsins á þessum árum, og er ekki fráleitt
að ætla, að það hafi örvað hann til þess að mynda með sér stéttar-
félög, að mál þetta var til meðferðar á alþingi. Hins vegar voru þau
ákaflega vanmáttug, flest verkamanna- og sjómannafélögin logn-
uðust út af, svo að verkalýðshreyfmgunni var um megn að fram-
fylgja kröfum sínum um það leyti, sem lögin um verkkaup voru
sett 1902.
GJALDHÆTTIR OG GJALDDAGI VERKKAUPS
1902-1940
Peningaborgun í kaupstöðum
Á þingi 1911 voru breytingar á stjórnarskránni til umræðu. Skúli
Thoroddsen mælti þar með árlegu þinghaldi og kvað ein gagnleg
lög vega margfaldlega upp kostnað við eitt þinghald. Máli sínu til
stuðnings gat hann laganna um greiðslu verkkaups frá aukaþing-
inu 1902 og spurði: „Hafa menn gert sér í hugarlund, hvílíka þýð-
ingu slík lög hafa fyrir þjóðina."* 1 Jón Ólafsson þingmaður Sunn-
mýlinga, sem var andvígur árlegu þinghaldi, kvað þann galla á
þessum lögum, að þau næðu ekki tilgangi sínum, af því að í þeim
væru ekki hegningarákvæði, „svo að enginn þarjað hlýða þeim
framar en hann vill. “2 Skúli var ckki sama sinnis ogjón, að lögin
hefðu reynst gagnslaus, „því að sannleikurinn er sá, að lögin
42. Ólafur R. Einarsson, 75.
43. Ólafur R. Einarsson, 83.
1. Alþingistíðindi 1911 B.II, 928.
2. Alþingistíðindi 1911 B.II, 942-943.