Saga - 1985, Qupperneq 41
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
39
sköpuðu beinlínis „revolution“, og þótt það geti verið að hegn-
mgarákvæði vanti í lögin, þá er þó eins og ég hefi áður bent á
tnögulegt fyrir daglaunamennina að ná rétti sínum á annan hátt. “
Hann kvað daglaunamönnum nú orðið, að minnsta kosti í kaup-
túnum, ekki borgað öðruvísi en í peningum, „nema eftil vill ein-
stöku sjómönnum, sem hafa tekið svo mikið út fyrir sig fram, og
þó einhver misbrestur kunni að vera á þessu, þá hafa daglauna-
nienn, eins og ég hefi áður bent á, lagalegan rétt og geta þess vegna
Ráð rétti sínum."3
Jón Ólafsson og Skúli Thoroddsen voru á öndverðum meiði
um áhrif verkkaupslaganna, en skoðanamunur þeirra virðist stafa
af því, að þeir eru ekki með landið allt í huga, heldur landshluta,
annar Austurland en hinn Vesturland, þar sem þróun peninga-
viðskipta hafði orðið ærið mismunandi, frá því að lögin voru sett.
Hvor tveggja þeirra hafði þannig nokkuð til síns máls, en segja
ekki nema hálfa sögu.
Á fyrsta áratugnum færðust kaupgreiðslur í peningum svo
mikið í vöxt, að nota má um það orðið bylting, eins og Skúli
fhoroddsen gerði. En þessi bylting varð einkum í kaupstöðum,
Hafnarfirði, Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði,4 þar
sem peningaborgun varð meginregla á þessum árum í stað vöru-
borgunar. Peningaviðskipti virðast hafa aukist um allt land, en
misjafnt eftir landshlutum, mest sunnanlands og vestan, en mun
minna fyrir norðan og austan. Til að mynda borguðu bændur
verkafólki sínu mun meira í peningum en áður, einkum í Gull-
kringu- og Kjósarsýslu og á Suðurlandi, þar sem sett höfðu verið
á fót sláturhús og rjómabú og markaður myndast fyrir búvörur á
þéttbýlisstöðum. Auk þess sóttu margir bændur, bændasynir og
vinnumenn sjóinn á vertíðum, en þannig barst talsvert af pen-
1Iagum út um sveitir. Annars hafa peningaviðskipti verið ákaflega
ruisjöfn eftir landshlutum og byggðarlögum, og var svo allt fram
til síðari heimsstyrjaldar.
Ógerlegt er að kveða upp úr með neinni vissu um það, hver
áhrif lögin um verkkaup hafa haft, en víst er, að skilyrði til pen-
3- Alþingistíðindi 1911 B.II, 982-983.
þó um Seyðisfjörd bls. XX.