Saga - 1985, Page 42
40
JÓN GUÐNASON
ingaborgunar bötnuðu stórlega á upphafsárum 20. aldar. Þá varð
bylting í sjávarútvegi íslendinga með tilkomu vélbáta (1902) og
togara (1905), og framleiðsla stórjókst. Framfarir voru stórstíg-
astar sunnanlands og vestan. Höfuðstöðvar bátaútvegsins voru í
Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum og við ísaijarðardjúp, þilskip-
anna (skútanna) við Faxaflóa og á Vestfjörðum og togaranna í
Reykjavík. Á þessu svæði var peningaveltan mest og jafnframt
kaupgreiðsla í peningum. Til að mynda greiddu togaraútgerðar-
félögin sjómönnum sínum og öðru verkafólki laun í peningum og
eins jukust peningagreiðslur til sjómanna á öðrum fiskiskipum.
Mikið rættist úr peningavandræðunum, sem áður hefur verið
minnst á, með eflingu Landsbankans og stofnun íslandsbanka
1904 og útibúa frá honunr á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Þá
varð mun greiðari aðgangur að lánsfjármagni en áður, en svo voru
umsvifin og eftirspurnin eftir fjármagni mikil, að ekki liðu nema
fjögur til fimm ár, að aftur var farið að kvarta sáran um peninga-
eklu. Breytingin á kaupgjaldshætti varð gagngerðust í Reykjavík,
þar sem hin kapítalíska þróun var örust og verkaskipting komin
lengst á veg. Þar var útgerð og verslun óðum að skiljast sundur og
verslunin að sérgreinast, meðal annars voru stórkaupaverslanir
eða heildsölur stofnaðar.
Á fyrsta áratug þessarar aldar voru verkalýðsfélög stofnuð í
kaupstöðum, Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, Verka-
mannafélag ísfirðinga5 og Verkamannafélag Akureyrar öll 1906
og Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði 1907. Þar sem kaup-
greiðsla í peningum var óðum að komast á í þessum kaupstöðum,
sátu aðrar kröfur í fyrirrúmi hjá ofangreindum stéttarfélögum,
eins og um hækkun kauptaxta, einkum yfirvinnukaups, ákveðinn
vinnutíma6 og takmörkun á helgidagavinnu. Einnig leituðust
stéttarfélögin við, en með takmörkuðum árangri, að útrýma láns-
versluninni með því að stofna neytendafélög, pöntunarfélög og
kaupfélög.
5. Sjá aftanmálsgrein 5.
6. Sjá Ólafur R. Einarsson: Vinnutíminn og stytting hans. Réttur55. 1972, 9-15.
— „í Reykjavík er almennur vinnutími 10 klst. Alstaðar annarsstaðar á landinu
er hann eitthvað lengri. Hér er líka kaupið hæst.“ Verkmatmablað I, 3. 7. júní
1913.