Saga - 1985, Page 43
GREIÐSLA VERKKAUPS í PENINGUM
41
Vöruborgun í kauptúnum
Vald kaupmannsins var mikið. Hann réði hvaða verka-
maður fékk vinnu, hann skammtaði kaupið, hve mikla
úttekt hann fékk og hvort hann fékk nokkuð í pening-
um.7
Þrátt fyrir stóraukna peninganotkun í landinu og lögin um
verkkaup frá 1902 var haldið áfram þeim upptekna hætti í kaup-
túnum og sjávarþorpum að greiða kaupgjald í vörum. Á þessum
stöðum voru örfáir efnaðir kaupmenn, jafnan einn eða tveir á
hverjum stað, sem jafnframt voru atvinnurekendur, og réðu þeir
lögum og lofum, ekki einungis hvað snerti verslun og atvinnu
heldur einnig í hreppsnefndarmálum. Vetrarvinna var lítil í kaup-
tunum, svo að verkamenn og sjómenn urðu oft að fá vörulán hjá
kaupmönnum, þegar kom fram á vetur, upp á væntanlega vertíð
eða sumarvinnu. Verkalýður kauptúnanna bjó við öllu lakari kjör
en stéttarbræður hans í kaupstöðum, vöruverð var þar mun
haerra, kaupgjald lægra og vinnudagur lengri. Efnahagur og
félagsleg staða verkalýðsins bar þannig svipmót af aðstæðum
kauptúnanna, fámenni, fábreyttri atvinnu og lítilli verkaskipt-
lngu. Hátt vöruverð hefur stafað aferfiðum aðdráttum, seinlegri
umsetningu, lítilli samkeppni, lánsverslun og ógreiðum aðgangi
að lánsfé. Þó má ætla, að vöruborgun hafi ekki að öllu leyti stafað
af peningaleysi og tilkostnaði kaupmanna, heldur hafi þeir talið
S1g hafa hag af þessum gjaldhætti.
Skúli Thoroddsen sagði á þingi 1911, eins og fyrr var að vikið,
að verkamenn gætu beitt fyrir sig lagastafnum, ef þeim þætti
brotið á sér með kaupgreiðslu í vörum. En í reynd var það svo, að
einstökum verkamönnum var óvinnandi vegur að fara lagaleiðina
úl þess að ná rétti sínum, því að þeir, sem það gerðu, áttu á hættu
að vera útilokaðir frá vinnu og allri úttekt út úr búð. Síst hafa
verkamenn í kauptúnum viljað lenda í slíkum vandræðum, en þar
að auki var málssókn kostnaðarsöm, svo að sú ástæða ein var
nægjanleg til þcss að aftra þeim frá því að grípa til þess ráðs, enda
munu engin dæmi slíks.8
7- Magnús Bjarnason: Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki. Vinnan 2. 1944,
Sjá aftanmálsgrein 6.