Saga - 1985, Síða 46
44
JÓN GUÐNASON
Á Sauðárkróki tíðkaðist vöruborgun. í Sögu Sauðárkróks
segir, að Verkamannafélagið Fram hafi náð fram kauphækkun
1909, en ekki peningagreiðslu, svo að eftir því hefur það verið
krafa félagsins.17 Árið 1917 reis deila milli verkamannafélagsins og
kaupmanna, en ekki er vitað, hvaða kröfur félagið gerði, nema
það sem kcmur fram í skjölum atvinnurekenda. Kaupmenn kusu
nefnd til þess að semja við verkamannafélagið og gáfu henni leið-
arvísi í sex atriðum. Hið síðasta var á þessa leið: „Fundurinn lýsir
því yfir, að framvegis verði kaupgjald vinnulýðs greitt í pening-
um hverjum einstökum verkamanni að aflokinni vinnu, án milli-
göngu verkamannafclagsins."18 En illa hefur gengið að fá vinnu-
launin greidd í peningum, því að árið 1920 samþykkti Verka-
mannafélagið Fram ályktun um, að það tæki í sínar hendur vinnu-
jöfnun og innheimtu verkkaups. Undirskriftarskjal var látið
ganga milli verkamanna þessu til staðfestingar, og skrifuðu allir
verkfærir menn undir nema tveir aldraðir menn. Mun þessi
aðgerð vera einstæð í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. En sam-
komulag tókst, og náðu verkamenn fram nokkrum af kröfum
sinum.19 Árið 1928 var samþykkt í Fram að fela stjórninni að beita
sér fyrir „að skipavinnu verði skipt sem jafnast milli vcrkamanna
kauptúnsins. Sömuleiðs að vinnulaun verði greidd samkvæmt
landslögum.“20 Árið 1934 krafðist Fram að fá í sínar hendur
mannaráðningu og útborgun vinnulauna við lestarvinnu um borð
í skipum Eimskipafélags íslands, og var sú krafa sprottin af því,
„að verkamenn hafi ekki fengið vcrkalaun greidd í peningum..."
Eftir daglangt verkfall hét Kristján Gíslason, umboðsmaður
skipafélagsins, því meðal annars, að vinnulaun yrðu greidd í pcn-
ingum.2'
Árið 1928 var stofnað fyrir vestan Verkalýðs- og sjómannafélag
Álftfirðinga. Árið 1935 fór félagið fram á það við útgerðarmenn,
að gert væri upp mánaðarlega eða hlutur áætlaður mánaðarlega og
17. Kristmundur Bjamason: Saga Sauðárkróks II, 197. Akureyri 1971.
18. Kristmundur Bjarnason II, 202.
19. Magnús Bjarnason: Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki. Vinnan 2. 1944,
59. —Jfr. Kristmundur Bjarnason III, 207-208.
20. Magnús Bjarnason: Vinnan 2. 1944,61.—Jfr. KristmundurBjarnasonlII, 135-
136.
21. Kristmundur Bjarnason III, 143.