Saga - 1985, Side 48
46
JÓN GUÐNASON
kaupmanna réð yfir litlu fjármagni, og sama máli gegndi reyndar
um kaupfélögin, og hafði þess vegna ekki sama bolmagn og
gömlu stórverslanirnar til þess að lána viðskiptamönnum vörur,
sem þeir sjálfir tóku að láni. Þeir urðu að fara varlega í útlánum og
sérstaklega að forðast verslunarskuldir, ef þeir áttu ekki að koll-
steypast, en grónar stórverslanir gátu hins vegar stundað láns-
verslun að gömlum hætti.24
Þrátt fyrir stóraukna peninganotkun og atvinnutekjur frá því
sem áður hafði verið, var umfangsmikil lánsverslun stunduð allt
fram í síðari heimsstyrjöld. Lánsverslun virðist hafa orðið að föst-
um sið, því að fjölmargir, sem voru í sæmilegum álnum, höfðu
þann hátt á sem aðrir að vera í reikningi hjá kaupmönnum en stað-
greiða ekki. Slík vörulán eða úttektir voru að jafnaði til skamms
tíma, til að mynda var rnjög algengt í kaupstöðum, að menn væru
í mánaðarreikningi hjá kaupmönnum. Ekkert verður hér fullyrt
um það, í hvaða horfi skuldaverslunin var, en umfang hennar
þurfti ekki endilega að breytast að sama skapi og lánsverslunin.
Með skuldaverslun og verslunarskuldum er hér átt við, að menn
gátu ekki af ýmsum ástæðum gert upp ársreikninga sína og fleyttu
sér þess vegna milli ára á verslunarlánum. Ekki er ávallt fyllilega
Ijóst, þegar nefndar eru verslunarskuldir, hvort átt er við skuldir
vegna lánsverslunar yfirleitt (bæði skammtíma- og langtíma-
skuldir) eða í þeirri merkingu, sem notuð er hér að framan. En
látumjón Þorláksson, fhaldsflokki, lýsa því, á hvern rekspöl pen-
ingaviðskipti voru komin 1928:
Þó að peningaviðskipti í landinu hafi stórum aukist, síðan
Landsbankinn var stofnaður, 1885, þá fer því fjarri, að þau
séu hér tiltölulega eins mikil og í öðrum löndum, og sér-
staklega eiga smábændur miklu erfiðara með að nota sér þau
hér en þar. Þetta hefir verið sérstaklega tilfinnanlegt í því
mikla peningaróti, sem átt hefir sér stað undanfarin ár. Og
því miður munu verslunarskuldir vera eins almennar nú hér
á landi og þær voru fyrir hálfum öðrum tug ára.25
Framboð á vinnu réð miklu um afkomu verkalýðsins og þá
jafnframt, hvort hann stofnaði til verslunarskulda. Allt fram í síð-
24. Sjá aftanmálsgrein 7.
25. Alþingistíðindi 1928 C, 500.