Saga - 1985, Page 49
GREIÐSLA VERKKAUPS ( PENINGUM
47
an heimsstyrjöld var einkenni á stórum hluta launavinnunnar, að
hún var stopul og árstíðabundin. Bæirnir buðu ekki nándar nærri
öllum upp á fasta og stöðuga atvinnu, og átti hið mikla aðstreymi
folks úr sveitum sinn þátt í því, auk þess sem mikið af vinnunni
var tímabundið. Til að mynda var togurunum lagt nokkra mán-
uði ár hvert, og urðu togarasjómenn þá að leita annað eftir vinnu.
Þetta hafði í för með sér, að stór hluti vinnuaflsins var á faralds-
f*ti, fór úr einum vinnustað í annan í hcimabyggð og utan. Það,
sem bjargaði þessu lausafólki bæjanna, voru tímabundin umsvif
°g framkvæmdir, svo sem síldarvinna, vegagerð og brúarsmíð og
fleira. Stöðugt bættar samgöngur á sjó og landi auðvelduðu til-
fcrslu vinnuaflsins. Slitrótt atvinna olli því, að margir verkdagar
frllu niður og tekjur skcrtust að sama skapi. Við þessar aðstæður
var ekki ávallt hægðarleikur að áætla tekjur sínar og láta þær
standa undir úttekt úr búð.
Innheimta og gjalddagi verkkaups
^ þriðja áratugnum stórjukust síldveiðar íslendinga fyrir
orðurlandi, og mikil atvinna skapaðist bæði við veiðar og
Vlnnslu. Þessi vinna var yfirleitt góð tekjulind þcim, senr hana
stunduðu og mörgum aðalbjargræðið. En talsverðar sveiflur voru
þcssum atvinnuvcgi, sem meðal annars birtist í því, að mis-
restur vildi oft verða á kaupgreiðslum. í Verkamanninum á Akur-
eyri 1927 segir:
Síðan 1921 hcfir sá ósiður verið að færast æ meir í vöxt, að
atvmnurekendur hér, einkum útgerðarmenn, greiddu eigi
strax að haustinu verkafólki kaupgjald sitt, heldur létu það
dragast langt fram eftir vetri. Nú í vetur eru svo mikil brögð að
þessu, að hreinasta hneyksli er að því. Margir útgerðarmenn
norðanlands cru enn ekki farnir að greiða verkafólkinu
sumarkaupið ... Sunnanlands er verkalýðurinn ofsterkur til
þcss að láta bjóða sér slíkt [þ.e. að fá ekki kaup sitt reglu-
frga], og heyrst hefir, að einn norðlenskur útgerðarmaður
hafi greitt sunnlenska verkafólkinu allt kaup þess að haust-
en hinu norðlenska ekki neitt!26
^ [Einar Olgeirssonj: Vinnukaup verkalýðsins. Verkamaðurinn X, 2. 8.
janúar1927.