Saga - 1985, Side 50
48
JÓN GUÐNASON
Þessi orð beina athyglinni að því, að kjaramál verkalýðsins höfðu
þróast misjafnlega eftir landshlutum. Og það er ekkert vafamál,
að þeim var mun betur komið sunnanlands en annars staðar á
landinu, að minnsta kosti hvað varðaði kaupgreiðslu í peningum,
kaupupphæð, gjalddaga og vinnutíma.
Dráttur og vanskil á kaupgreiðslu, einkum í síldarvinnu, urðu
til þess, að lögin um verkkaup komu aftur til kasta alþingis. Árið
1927 fluttu Héðinn Valdimarsson, Alþýðuflokki, og Ásgeir
Ásgeirsson, Framsóknarflokki, frumvarp til laga í neðri deild um
viðauka við lög nr. 4, 14. febrúar 1902, um greiðslu verkkaups.27
í viðaukanum var kveðið á um, að verkafólki, sem vinnur hvers
konar daglaunavinnu í landi, skuli greitt verkkaup að minnsta
kosti vikulega, nema það sé með samningi ráðið fast starfsfólk.
Sama skal gilda um verkafólk í ákvæðisvinnu, og þar var einkum
átt við fiskþvott og síldarsöltun, ef verki er lokið á þeim tíma, en
ella, sé ekki öðruvísi um samið, þegar verki er lokið. í greinargerð
segir, að lögin frá 1902 hafi ekki komið að fullum notum, einkum
vegna þess að ekki var jafnframt lögákveðið, að verkkaup skyldi
greiðast innan tiltekins tíma. Eins og fyrr hefur verið getið, var
gjalddagikaups tiltekinn í frumvarpi Skúla Thoroddsens frá 1893.
Héðinn Valdimarsson lét svo um mælt í framsöguræðu sinni:
f seinni tíð hefir þótt á því bera, að þetta ákvæði [þ.e. um
peningaborgun] nái ekki tilgangi sínum. í Reykjavík er að
vísu kaup yfirleitt greitt í peningum og skuldajöfnuður
tíðkast ekki, og sama mun vera að segja um flesta stærri
kaupstaðina. En í smærri kauptúnum og veiðistöðvum
kemur fyrir, og er meira að segja venjulegt sumstaðar, að
skrifa kaupið inn á reikning hlutaðeiganda upp á síðari
úttekt. Hafa sumir misst kaup sitt með öllu, ef verslunin
hefir orðið gjaldþrota. — Sama er að segja um síldarvinnu.
Þar er venjulega kaupið gert upp eftir á, og ef illa gengur
útgerðin, fæst stundum hluti af kaupinu, stundum ekkert,
hjá sumum útgerðarmönnum.
Héðinn kveður tilganginn með frumvarpinu þann, að verkafólk
fái yfirleitt greitt kaup vikulega eins og í Reykjavík, en æskilegt sé
27. Alþingistíðindi 1927 A, 343-344 (þskj. 194). (Umræður: B, 506-516)