Saga - 1985, Blaðsíða 52
50
JÓN GUÐNASON
samið“ fclld brott, en Sigurjón kvað samning milli aðila gera lögin
að engu, og þess væru dæmi, að atvinnurekendur hafi notað þessa
heimild.36
Þrír þingmenn íhaldsflokksins andmæltu frumvarpinu aðallega
á þcirri forsendu, að bann væri lagt við samningsfrelsi og ófram-
kvæmanlegt væri að greiða hlutarsjómönnum kaup vikulega, en
Sigurjón kvað unnt að áætla hlut þeirra lauslega. Jóhann Þ. Jósefs-
son, íhaldsflokki, taldi gert upp á milli sjávarsíðu og sveita og ekki
væri ástæða til að þola slíkt misrétti:
Og rök hans [Sigurjóns Á. Ólafssonar] fyrir því eru alveg
staðlaus. Þótt það hafi áður verið venja að borga vinnu-
mönnum og vinnukonum í fríðu, þá er það nú alveg afnum-
ið, og almennt borgað með peningum, alveg eins og við
sjó.37
í umræðunum kom fram, að fyrirkomulagið á kaupgreiðslu til
bátasjómanna var þannig, að þeir voru ýmist ráðnir upp á fast
kaup ásamt hlunnindum, fæði og húsnæði, eða upp á aflahlut, og
var þá tilhögunin aðallega tvenns konar að sögn Sigurjóns, annað-
hvort ræður útgerðarmaður algerlega sölunni, og það er hið
venjulega, eða hlutarmaður ræður henni með honum, en það er
mjög sjaldgæft. Sigurjón kvað fastakaupið afar lágt og þess vegna
væri krafan um hlut að verða stöðugt háværari, því að hlutarmenn
bæru yfirleitt mun meira úr býtum en fastakaupsmenn. Jón Auð-
unn Jónsson, íhaldsflokki, hélt því fram, að það hefði verið regla
á ísafirði síðan 1909 að minnsta kosti að greiða verkafólki kaup sitt
vikulega.
Frumvarp Sigurjóns Á. Ólafssonar varð eigi útrætt, og eins fór
fyrir frumvarpi til laga um verkkaupsveð, sem Erlingur Friðjóns-
son, Alþýðuflokki, flutti að áskorun þingmálafundar á Akur-
eyri.38 f því var kveðið á um, að verkamenn, konur jafnt sem
karlar, sem vinna við síldarútgerð, eigi veðrétt í öllum síldar-
afurðum hjá atvinnurekendum þeim, sem þeir vinna hjá, til trygg-
ingar greiðslu á umsömdu kaupi, og gengur verkkaupsgreiðsla
næst á eftir opinberum gjöldum, sem á veðinu hvíla. í greinargerð
36. Alþingistíðindi 1928 A, 402, jfr. C, 393-394.
37. Alþingistíðindi 1928 C, 389.
38. Alþingistíðindi 1928 A, 268-270 (þskj. 105). (Umræður: C, 495-499)