Saga - 1985, Síða 53
GREIÐSLA VERKKAUPS f PENINGUM
51
segir, að frumvarpið sé komið fram vegna mjög alvarlegra van-
skila á kaupgreiðslum hjá sumum atvinnurekendum í síldarút-
vegi. Svo rammt hafi að þessu kveðið, að dæmi séu til, að fólk hafi
ekki fengið kaup sitt greitt tvö til þrjú ár samfleytt.
Árið 1930 fluttu þeir Jón Baldvinsson og Erlingur Friðjónsson
frumvarp, þar sem farið var fram á, að iðnaðarmenn fengju sömu
rcttindi og kveðið var á um í verkkaupslögunum frá 1927.3y Til-
'aga kom fram um að fella í eitt lögin frá 1902 og 1927 og frum-
varpið og var það samþykkt.40 Konungur staðfesti síðan lög um
greiðslu verkkaups nr. 28, 19. maí 1930, og féllu þá fyrri lög úr
gildi. 1 Árið 1931 var því bætt við lögin, að hlunnindi þau, sem í
peim fólust, skyldu cinnig ná til kaupgjalds og aksturslauna bif-
reiðarstjóra.42 Heimskreppan skall á fslandi 1931 með þungbær-
Um afleiðingum fyrir íslenskan verkalýð, kaupskerðingu og
miklu atvinnuleysi. Þá var barist um hvert handarvik. Á kreppu-
arunum dró úr peningaviðskiptum, en lánsverslun, sem var mikil
yir- jókst stórlega. Atvinnurekendur, bæði í einkarekstri og
°pinberum, skorti reiðufé og áttu oft örðugt nreð að greiða ýmis
utgjöld, þar á meðal vinnulaun. Þannig var ástatt í Hafnarfirði:
Allri félagsaðstoð bæjarins var hagað þannig, að úttekt hjá
kaupmönnum var greidd með ávísunum, svokölluðum
gulunt seðlum, sem bæjarsjóður gafút ... Vegnaskorts
a reiðufé tíðkaðist, að bæjarstarfsmönnum voru greidd laun
sín með gulum seðlum.43 •
borsteinn Einarsson var kennari í Vestmannaeyium á þessum
atum. Hann segir:
Pau ár sem við Þ.Þ. V. störfuðum saman var kreppa. Hagur
bæjarsjóðs var það bágur að aldrei voru okkur greidd laun í
pemngum, heldur með ávísunum á milliskriftirí verslunum
°g fé fékkst ekki til kaupa á kennslugögnum.44
Haustið 1937 flutti ísleifur Högnason, Kommúnistaflokki,
Ali,i»gistíðindi 1930 A, 512-513 (þskj. 159). (Umræður: B, 2034-2039)
• Alþingistíðindi 1930 A, 573-574 (þskj. 211)
■ Stjómartíðindi 1930, 51.
43 Stjómartíðindi 1931, 23 (lög nr. 15, 6. júlí 1931).
44' jjsSeir Guðmundsson: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 183. Hafnarfirði 1983.
, orýeinn Einarsson [fyrrum íþróttafulltrúi]: Minning. Porsteinn Þórður Víg-
lund:
sson skólastjóri. NTLXVIII, 231. 10. september 1984.