Saga - 1985, Blaðsíða 62
60
BERGSTEINN JÓNSSON
sýslu, sem þá varð tvímenningskjördæmi, og til og með 1885 var
hann fyrsti þingmaður þess kjördæmis. Öll þau sex þing var hann
kjörinn í fjárlaganefnd neðri deildar og átti drjúgan þátt í að móta
þá gætnu fjármálastefnu, sem einkenndi allt landshöfðingjatíma-
bilið.
Það var fyrst á þessum árum, að öllu fleiri fóru að sækjast eftir
þingsætum en með góðu móti gátu komizt þar að. Vitaskuld var
það oft vandkvæðum bundið fyrir athafnamann í stöðu Tryggva
að eyða lunganum úr öðru hverju sumri á þingi, Qarri aðalstarfs-
vettvangi sínum, og iðulega kvartaði Ferdinand Holme, lánardrott-
inn Gránufélags, og lagði fast að Tryggva að sinna heldur verzlun
félagsins en vanmetnu löggjafarstarfi. En stjórnmálaþátttakan var
Tryggva næstum lífsnauðsyn. Hún færði honum margar ósviknar
ánægjustundir, sigra og viðurkenningu þeirra, sem hann mat
mest, og þeir voru það reyndar, sem fengu Holme til að vægja.
Náið og gott samstarf við landshöfðingjana og íslenzku stjórnar-
deildina í Kaupmannahöfn leiddi til þess, að honum voru falin
margvísleg verkefni, þar á meðal umsjón með mannvirkjagerð og
útvegun byggingarefnis, og iðulega færðu slík verkefni umboðs-
salanum F. Holme álitleg ómakslaun.
Á Alþingi 1885 hafnaði Tryggvi í þeim fámenna minnihluta,
sem andæfði þjóðarhreyfingunni um endurskoðun stjórnar-
skrárinnar frá 1874, en Benedikt Sveinsson sýslumaður, Jón Sig-
urðsson á Gautlöndum og Jón Ólafsson ritstjóri höfðu átt mestan
þátt í að vekja hana og magna. Þar á ofan hafði hann lent í grimmi-
lcgum útistöðum við samþingismann sinn, Jón Ólafsson, og ill-
vígum sviptingum við harðsnúinn hóp íslenzkra stúdenta í Kaup-
mannahöfn, en þar var deilt um völdin í íslendingafélagi, sem
Tryggvi hafði stofnað nokkrum árum áður þar í borg.2 Ofan á
þctta bættist viðskiptakreppa, sem minnstu munaði að kollvarp-
aði Gránufélagi, Tryggva og fleiri íslenzkum athafnamönnum.
Af öllum þessum ástæðum bauð Tryggvi sig hvergi fram 1886,
þó að ekki skorti hann hug á að rétta hlut „hvítingja", sem hann
kallaði svo, gagnvart hinum „rauðu“. En allt kom fyrir ekki,
2. Helztir þcirra stúdcnta, scm þar beittu sér gcgn Tryggva, Velvakandi og bra’ður
lians, voru FinnurJónsson. Páll Bricnt og Skúli Thoroddsen. Mcð honum stóðu
þá einna helzt Verðandi-skíldin.