Saga - 1985, Page 63
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 61
blaðaútgáfa hans og síra Arnljóts Ólafssonar (Fróði á Akureyri,
vinsælt blað, sem þeir keyptu), fór út um þúfur, og flestir, sem
hann leitaði liðveizlu hjá, héldu að sér höndum. Er óhætt að full-
yrða, að aldrei var dekkra í álinn hjá Tryggva, hvort sem litið var
dl viðskipta, efnahags eða stjórnmála, en árin 1885-88.
Þar kom þó, að verzlunarárferði batnaði, stjórnarbótarmenn
Urðu sjálfum sér sundurþykkir, ný viðfangsefni færðu Tryggva
þyja sigra og trú á sjálfan sig, og Jón Ólafsson3 sá sér af ýmsum
^stæðum þann kost vænstan að flytjast vestur um haf.
Eins og fyrr segir átti Tryggvi ánægjulegt samstarf við alla þrjá
landshöfðingjana4 og breyttist það í engu, þó að hann hyrfi af
Alþingi rétt áður en Magnús Stephensen tók við. Hafði Tryggvi
kynnzt Magnúsi á Alþingi, þar sem hann var konungkjörinn
þingmaður 1877—86. Leið ekkiálöngu, áðurenMagnússlóstíkór
þeirra, sem sungu þann ljúfa söng í eyru Tryggva, að hann ætti hið
bráðasta að komast aftur á þing, því að hvergi nýttust reynsla hans
°g þekking betur.
Þingið 1885 varð flestum minnisstæðast fyrir það, að þar unnu
stJornarbótarmenn hinir nýju fyrsta og frækilegasta sigur sinn. En
þar nieð er ekki öll saga þess þings sögð. Þá var Tryggvi formaður
°g framsögumaður fjárlaganefndar neðri deildar og þar með einn
áhrifamesti maður þingsins. Þá náðist líka samkomulag um fyrir-
komulag væntanlegs landsbanka, en á þingunum 1881 og 1883
hafði harður ágreiningur drepið framgangi þess máls á dreif.
Landsbankalögin fundu náð fyrir augum stjórnarinnar, og
sumarið 1886 hóf bankinn störfí Reykjavík. Að þeirra tíma hætti
var farið hægt og gætilega af stað. Ráðnir voru þrír fastir
starfsmenn, allir í hlutastarf fyrst um sinn, bankastjóri, gjaldkcri
°g bókari. Auk þeirra voru tveir gæzlustjórar, kosnir til ákveðins
tlrna, sinn af hvorri deild Alþingis.
í bankastjórastarfið réð landshöfðingi Lárus E. Sveinbjörnsson
yfirdómara, og mátti í og með líta á þá ráðstöfun sem launaupp-
ot> þó að yfirdómarar væru að sjálfsögðu í tölu þeirra, sem síra
Jón Ólafsson (1850-1916) ritstjóri margra blaða, austan hafs og vestan, alþing-
ismaður 1880-90 og aftur 1905 og 1908-13.
Rvir voru Hilmar Finsen (1824-86) 1873-83, BergurThorberg (1829-86) 1883-
86 °g Magnús Stephensen (1836-1917) 1886-1904.