Saga - 1985, Page 64
62 BERGSTEINN JÓNSSON
Arnljótur hafði kallað hálaunaða landsómaga við mikinn fögnuð
almennings.
Fljótlega komu fram háværar óskir unr að bankinn yki umsvif
sín til muna, og þar kom að landshöfðingi og landsstjórn féllust á
tilmæli upprennandi borgarastéttar í landinu, athafnamanna nýrra
tíma. Var þá Lárusi E. Sveinbjörnssyni boðið að gera upp við sig
hvort hann kysi heldur að starfa við Landsyfirréttinn eða bankann.
Hann valdi dómarasætið, en víst er, að hann undi þessum gangi
mála ekki sem bezt.
Þá var bankastjórastarfið auglýst, og jafnskjótt var sem vinir
Tryggva í Reykjavík sæju þar opna leið handa honum úr þeirri
ánauð sem kaupstjórastarfið hjá Gránufélagi var að minnsta kosti
með köflum. Við löngu alkunna verðleika, sem sumir vildu
reyndar gera sem minnst úr, hafði Tryggvi nú aukið því afreki að
koma upp Olfusárbrúnni.
Þeir sem um stöðuna sóttu, auk Tryggva voru:
Arnljótur Ólafsson (1823-1904) alþingismaður 1859-67
og 1877-91, prestur á Bægisá 1863-89, síðan á Sauðanesi.
Hann hafði lagt stund á hagfræði í Kaupmannahöfn og
mikið rætt og ritað um fjár-, skatta- og bankamál.
Halldór Jónsson (1857-1914), guðfræðingur frá Presta-
skólanum, gjaldkeri í Landsbanka íslands 1885-1912.
Indriði Einarsson (1851-1939), alþingismaður 1891,
endurskoðandi, kunnur fyrir áhuga á bankamálum. Lauk
fyrstur íslendinga háskólaprófi í hagfræði, 1877 í Kaup-
mannahöfn.
Sighvatur Bjarnason (1859-1929) bókari við Landsbank-
ann frá 1885, bankastjóri íslandsbanka 1904—21.
Sigurður Briem (1860-1952) hagfræðingur frá Kaup-
mannahafnarháskóla, póstmeistari, síðar aðalpóstmála-
stjóri, frá 1897 til 1935.
Sigurðurjónsson (1849-96) frá Gautlöndum, lengi faktor
Gránufélags á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Kaupmaður.
Christian Zimsen (1841-1908) kaupmaður í Hafnarfirði.
Þeir sem ákafast réðu Tryggva til að sækja og mest reru undir
fyrir hann voru Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar og gamalgróinn
vinur Tryggva, Hannes Hafstein landshöfðingjaritari, systur-
sonur hans og Þórhallur Bjarnarson prestaskólakennari, sem var