Saga - 1985, Page 66
64
BERGSTEINN JÓNSSON
kvæntur Valgerði Jónsdóttur, fósturdóttur Tryggva. Hún var
systir Halldórs bankagjaldkera.
Magnús Stephensen landshöfðingi var maður ókvalráður og
átti í engum örðugleikum með valið úr þessari fríðu fylkingu
bankastjóraefna. Skúlamál5 eru til marks um, hvað hent gat þá
embættismenn, sem honum fannst bregðast trausti sínu. Af
undirmönnum heimtaði hann undirgefni, og munaði minnstu, að
Tryggvi áttaði sig um seinan á hversu aðstaða hans gagnvart
landshöfðingja breyttist, þegar hann varð bankastjóri, skipaður af
landshöfðingja.
Það var ekki stjórn bankans ein, samvistir við hann í valda-
mannahópnum í Reykjavík eða umbun handa góðum verkmanni,
sem Magnús hafði í huga þegar hann skipaði Tryggva í sessinn
eftirsótta. Tryggvi átti við fyrsta tækifæri að verða sér úti um
þingsæti. Magnús var þá tekinn til við að mynda um sig flokk eða
klíku á Alþingi. Sá hópur varð í fyllingu tímans ein meginstoð
Heimastjórnarflokksins, þegar hann myndaðist um 1900.6
Um nokkurt skeið eftir 1885 fullyrti Tryggvijafnan, þegar slíkt
bar á góma, að hann væri með öllu fráhverfur því að taka sæti á
Alþingi, slíkur andi sem þar ríkti. En er kom fram um 1890 var
honum tilhugsunin áreiðanlega ekki eins leið og hann lét. Hann
hlaut líka að minnast þess, að óvíða hafði hann unað sér betur en í
hópi þingmanna, þegar hann var virtur leiðtogi meirihlutans. Er
þá vert að minna á, að fram undir 1900 var ekki um eiginlega þing-
flokka að ræða og enn síður stjórnmálaflokka utan þings.
Frá 1875 og til hausts 1959 var Árnessýsla tvímenningskjör-
dæmi, þ.e. þar voru jafnan tveir þingmenn kosnir. Til 1942 fór
kosning þannig fram, að hver kjósandi kaus tvo frambjóðendur,
og þeir tveir, sem flest atkvæði hlutu, náðu kjöri. Til 1905, meðan
kosningar voru opinberar, var áskilið að til kjörs þyrfti meira en
helming greiddra atkvæða. Var þá algengt að endurtaka þyrfti
kosningu.
5. Frá Skúlamálum segir Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen I, Reykjavík 1968,
bls. 142 og áfram. Og Þorsteinn Thorarensen: Eldur í æðum, Reykjavík 1967,
bls. 242 og áfram.
6. Sjá Þorsteinn Gíslason: Þœttir úr stjórnmálasögu Islands árin 1896-1918, Reykja-
vík 1936, bls. 23-4.