Saga - 1985, Page 67
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 65
Til 1905 fóru kosningar fram á einum stað í hverju kjördæmi,
Kjósendur voru kallaðir upp, gengu fram og sögðu í heyranda
hljóði hverja þeir kysu. Kjördagur var ákveðinn og auglýstur í
hverju kjördæmi fyrir sig, en á tilteknu tímabili væri þess nokkur
hostur.
Meðan kosningum var hagað á þennan veg, fór ekki hjá því, að
aðsópsmiklir frambjóðendur, sem staddir voru á kjörfundi, stóðu
hetur að vígi en hinir, sem fjarri voru. Þá höfðu frambjóðendur
það tak á kjósendum, að í kjörbók stóð svart á hvítu hvern eða
hverja hver einstakur kjósandi hafði kosið. Ágæt lýsing á misbeit-
lngu valds við kosningar er í sögu Gests Pálssonar, Vordraumi. Þar
cr a^ vísu Qallað um prestskosningu, en eins og dæmin sanna
verða þær ekki síður illvígar en aðrar kosningar.7 Svo margt sem
þýir áttu saman að sælda þessi misseri, landshöfðingi og Tryggvi,
fóru mörg bréf milli þeirra hvert ár, og bar þar oft fleira á góma en
Það, sem þeir voru að vinna saman að hverju sinni. Þannig skrifaði
háagnús Stephensen ofur vinsamlegt bréf 13. maí 1892 og sagði
Pá m.a.:
Elskulegi vin!
Jeg þakka yður kærlega fyrir vinsamlegt og skemmtilegt
brjef frá 22. f. m., sem jeg því miður ekki get borgað í sömu
mynt, því jeg er svo yfir kominn í kvefi og brochitis [svo],
að jeg ætti helzt að liggja í rúminu. Jeg vildi þó ekki leggjast
undir höfuð að þakka yður fyrir brjefið og minnast á eitt
atriði í því, sem sje alþingiskosninguna. Mjer hefur verið
sagt, að Ólafur Briem8 sje sjálfsagður að verða kosinn í
Skagafirði, en svo hafi Friðrik á Skálá9 mikinn flokk einkum
austanvatna og fram til dala; það geti því vel farið svo, að
hann nái líka kosningu; af nýjum þingmannaefnum eru
Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson. Ævi oq verk, Reykjavík 1965, bls.
427-48.
Ölafur Briem (1851-1925) bóndi á Álfgeirsvöllum 1887-1920. Umboðsmaður
Rjynisstaðarklaustursjarða 1888-1920. Alþingismaður Skagfirðinga 1886-
Friðrik Stefánsson (1840-1917) bóndi á ýmsum bæjum í Skagafirði. Alþingis-
maður Skagfirðinga 1878-92.