Saga - 1985, Page 70
68
BERGSTEINN JÓNSSON
framan í Árnesinga, sem „heller end gjærne" vilja fá þig
fyrir þingmann. Sr ísleifur23 var hjer í gær, og taldi það víst;
síra Stefán á Mosfelli24 var hjer um daginn og var líka mjög
spenntur fyrir að fá þig. Guðm. ísleifsson25 talaði jeg við í
dag, og ljezt hann einnig mikillega vilja fá þig. Yfirhöfuð
verður víst engin mótstaða, því þótt Bogi bavían26 stilli sig27
verður það ekki hættulegt, sem betur fer. Mjer finnst sjálf-
sagt að þú stillir þig í Árnessýslu helst, ef þú á annað borð
vilt koma á þing, og það finnst mjer þú ættir að vilja.
Hannes hafði fleira að segja frænda sínum. Á engan lifandi
mann, jafnvel ekki Jón Ólafsson, lagði Tryggvi slíka fæð sem
Skúla Thoroddsen, og var þó Þorvaldur bróðir Skúla löngum
einn kærasti vinur hans. Umræddu bréfi lauk Hannes með þessari
fregn:
... Nú fer Lárus Bjarnason28 í kveld vesturá ísafjörð með
konungl. commissorium2y til þess að hefja sakamálsrann-
sókn gegn Skúla okkar Thoroddsen,30 fyrir það, að hann —
frelsisgarpurinn — hefur beitt ólöglegum og óhæfilegum
þvingunarmeðölum til þess að neyða fanga til að játa á sig
glæp — sem ekki tókst að vísu. Það verður Skúla slæm bit í
peningalegu tilliti, þótt hann sleppi með sekt, sem hann ekki
23. ísleifur Gíslason (1841-92) prestur í Keldnaþingum 1865-78, síðan í Arnarbæli-
Alþingisnraður Rangæinga 1874—80.
24. Stefán Stephensen (1832-1922) „sterki", prestur á ýmsum stöðum sunnan-
lands, síðast á Mosfelli í Grímsnesi 1885-1900.
25. Guðmundur ísleifsson (1850-1937) formaður, bóndi og kaupmaður á Háeyri
á Eyrarbakka.
26. Hannes Hafstein var óspar á uppnefni eða viðurnefni, er hann skrifaðist á við
Tryggva. Bavíans-nafnið á Boga Melsteð var frá Hafnarárum Hannesar, sbr.
hendingar hans: „Hjá bavíaninjum gebissið er velséð / hjá Boga Thorarensen
Jónssyni Melsteð."
27. stilli sig, þ.e. bjóði sig fram. — Stiller = sá sem býður annan mann fram eða
mælir með honum.
28. Lárus H. Bjarnason (1866-1934) sýslumaður, prófessor og hæstaréttardómari-
Alþingismaður Snæfellinga 1900-1908, konungkjörinn 1908-11, Reykvíkinga
1911-13.
29. commissorium = umboð.
30. Skúli Thoroddsen (1859-1916) sýslumaður, ritstjóri, kaupmaður. AlþingiS'
maður Eyfirðinga 1890-92, ísfirðinga 1892-1915.