Saga - 1985, Page 71
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 69
kemst hjá; málskostnaður krassar, um það er lýkur. Hrak-
fallaár fyrir Skúla: Prentsmiðjumálin,31 þetta og svo ef þú
yrðir bæði bankastjóri og alþingismaður. Þá sæi hann, að
greinar hans hafa verið virtar eins og hann sjálfur er virtur...
Enginn vinur Tryggva eða trúnaðarmaður í Reykjavík þessi
rnisseri var sporléttari, viljugri við bréfaskriftir eða ötulli í allri
ramgöngu en Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup. Hann var
sonur gamals og gróins vinar frá æskuárunum, síra Bjarnar Hall-
dórssonar, og eins og Tryggvi fæddur og uppalinn í Laufási.
Einkurn munu þó tengdirnar, eftir að Þórhallur gekk að eiga
Valgerði haustið 1887, hafa kjörið hann til margvíslegs erind-
rekstrar fyrir Tryggva í Reykjavík, áður en hann settist þar sjálfur
1 ■ Þórhallur vann af lífi og sál að kosningu tengdaföður síns í
rnessýslu, svo sem ráða má af bréfum, sem milli þeirra fóru.
Þegar leikurin n hófst var allt sveipað rósrauðum bjarma bjart-
syntnnar og skolleyrum skellt við öllu, sem vekja mátti ugg. En
srnam saman vann raunsæið á, þó að hægt færi.
Ehnn 15. júní 1892 hafði Þórhallur þetta um horfurnar að segja,
°g er vert að vekja athygli á, að honum sem öðrum, sem hér koma
Við s°gu, virtist framboðið órjúfanlega tengt við stöðuna í bank-
anum:
Bankastjórnin er þjer viss og máttu nú ekki renna — heilla-
kallinn, í bæjarfjelagið velkominn. Þú skalt vera kominn í
bæjarstjórnina 4. jan. 1894. — Landshöfðingi gat eigi skírar
um það talað, en hann kvað að við mig nýskeð. Vitanl. tal-
aði hann sem sá veitandi embættismaður „af þeim sem
ningað til hafa verið taldir væntanlegir að sækja.“ Berðu
mig samt eigi fyrir.
En kosning í Árnessýslu er þjer vissari en allt sem visst er,
það er eins víst og pólstjarnan yfir Leirdalsheiði frá Laufási.
Sr. Stefán fullyrðir allt Grímsnesið með lofað.
Sr. ísleifur sínar sveitir. Hann tekur aptur tengdason með
mikinn agitator.
Sr. Ólaf Helgason32 sem tekur allan Eyrarbakka.
3° A ^u^nason: Skú'li Tltoroddsen I, Reykjavík 1968, bls. 116-20.
lafur Helgason (1867-1904) prestur í Gaulverjabæ og á Stokkseyri. Dauf-
dumbrakennari.