Saga - 1985, Page 74
72
BERGSTEINN JÓNSSON
sjálfur. Ólafur í Hjálmholti41 kvað þjer audstæður, sömul.
fl. smálaxar upp frá. Varla spillir sr. Magnús á Torfastöð-
um,42 svo hyggst jeg hafa við hann talað. Guðm. ísleifsson
hygg jeg þjer orðinn ótryggan. Hann mundi gjarnan hafa
viljað ykkur báða Boga, en sjái hann nú — sem verður — að
Þorlákur er viss, svo að slagurinn verður um ykkur Boga,
þá mun hann agitera móti þjer, spái jeg, og hann er skæður.
Flugufregn kom um það að kjörfundur yrði 7. sept., jeg
hygg hún sje ósönn. — Ef Bogi ætlaði að vera viðstaddur
væri sá dagur heppil. fyrir hann, því Lára fer hjeðan 9. sept.
Guðm. ísl. segir mjer að Bogi hugsi ekki til að koma, en það
marka jeg ekki meir en svo. Jeg hef nú skrifað sra ísleifi að
útverka að kjörfundur verði 18-20 sept., og sagt rök fyrir,
svo að þjer væri mögulegt að koma. Vinnist það yrði kjör-
fundur líkl. settur þann 17. —laugard. — Þann 21. er aðal-
rjettardagur eystra — og fyrir rjettir (og göngur) þarfþví að
vera aflokið, .... Ekki veit jeg hvað Nielsen gjörir, en nýja
herhvöt hefur hann fengið. Gunnar á Selfossi mun þjer ein-
lægur og margir þar í kring. Sjera Steindór hef jeg beðið að
vinna Skúla Þorvarðarson til að testamentera43 þjer sætið og
fært sönnur á það, að aldrei var það meiningin að bola hann
út, hann var talinn fráhuga, annars eru tvær sögur um það,
hvort hann býður sig, honum fylgja nokkrir þar upp frá.
Scm sagt þú verður að koma, sjá og sigra.
Frambjóðendur — Stillcre — eru náttúrl. bara kjósendur
í hjeraði, gagnslítið að hafa utanhjeraðsmenn þar.
Næsta orðsending Þórhalls var á opnu bréfspjaldi, sem póst-
þjónustan hafði á boðstólum í þá daga. Dagsett var það 15. ágúst,
stimplað hinn 17. og bakstimplað á Akureyri 25. Þar segir stutt og
laggott:
Brjefspjald til vara. Kjörfundur að Hraungerði24 — tuttug-
asta og fjórða — september.
_________ Þinn Þórh. Bjarnar.
41. Ólafur Rormóðsson (1826-1900) bóndi í Hjálmholti, faðir Sigurðar Ólafssonar
sýslumanns í Kaldaðamesi.
42. Magnús Helgason (1857-1940) prcstur áTorfastöðum í Biskupstungum (1884-
1905, skólastjóri Kcnnaraskóla íslands 1908-29.
43. tcstamentcra = arflciða.