Saga - 1985, Page 76
74
BERGSTEINN JÓNSSON
En þú ættir að biðja fleiri að vera þína méðmælendur, og um
leið uppáleggja þeim að tilkynna sýslumanni það í tíma. Jeg
nefni þar til sjerstaklega Nielsen, Þorvarð í Sandvík,46 Sr.
Stefán Mosfelli — Þorkell (Jónsson) Ormstöðum47 og ekki
síst Guðmund ísleifsson, svo hann verði þjer bundinn, hann
gjörir það og þykir sómi að. Bezt er að hafa sem flesta
meðmælendur, ekki sízt úr bændaröð, t.d. Gunnar á Sel-
fossi o.fl. Kannski þú gætir farið meðjón í Þorlákshöfn48 —
hann kvað vera þjer andvígur — eins og þeir sögðu um Þór-
arin prófast49 þegar Chr. Zimsen hafði látið á sjer heyra að
hann vildi ekki kjósa liann; próf. vatt sjer þá til hans og bað
hann vera meðmælanda sinn og það gekk.
Þá er ferðasaga okkar Bjarnar. Við fórum á miðv.d. var
og gistum í Sandvík í nýju og elegöntu timburhúsi. Þor-
varður var hinn einbeittasti. „Tr. skal liafa það á hvcrju sem
gengur.“ „Allur Sandvíkurhreppur á honum og Þorláki."
Bara að karl missi ekki kommandóna50 þegar líður á rjettar-
daginn þann 23. sept. Aðalstykkið að sleppa þeim ekki heim
úr rjettunum, þeir verða að nátta sig upp frá. Þau heilræði
og önnur fleiri lögðum við Þorvarði. Hann fylgdi okkur
svo niður á Bakka.51 Nielsen held jeg ætli að bcita sjer, ekki
er að tala um viljann, jeg var hræddur um að hann yrði
afskiptalítill, en frúin hans52 hcrðir á honum — hefðu kon-
urnar atkvæðisrjett í Árnessýslu, þyrfti ekkert að agítera. —
Nielsen með sína, sem jeg vona að verði þó eitthvað, er á
46. Þorvarður Guðmundsson (1841-99) bóndi í Litlu Sandvík frá 1864. Dugði
öðrum bctur við efnisflutninga í Ölfusárbrú frá Eyrarbakka á útmánuðum
1891.
47. Þorkell Jónsson (1830-93) hreppstjóri og dannebrogsmaður, bóndi á Orms-
stöðum í Grímsnesi lengst af frá 1854.
48. Jón Árnason (1835-1912) dannebrogsmaður, bóndi, kaupmaðuroghreppstjóri
{Þorlákshöfn.
49. Þórarinn Böðvarsson (1825-95) prcstur í Vatnsfirði 1854-68 og Görðum á
Álftanesi frá 1868, lengi prófastur. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu
1869-95.
50. kommandó = yfirráð.
51. Bakki, þ.e. Eyrarbakki.
52. Eugenía Jakobína Nielsen (1850-1916) var dóttir Guðmundar Thorgrimsens,
lengi faktors á Eyrarbakka. Mcstur höfðingi á Eyrarbakka um sína daga.