Saga - 1985, Page 79
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 77
Elskulcgi frændi!
Hjartanlega lukkuósk með bankann! Veitt í dag
Það bar svo brátt að með expréssendinguna,59 að jeg fæ
engan tíma til að skrifa, enda hefur Þórhallur skrifað þjer
það sem þarf. Mín secunda60 meining með þessum línum er
að sameinast áskorunum Þórhalls til þín um að koma ef þjer
er lífs mögulegt vegna annríkis og annara kringumstæðna,
suður fyrir kjörfundinn í Árnessýslu 24. þ.m., bæði til þess
að vera viss um að Bogi ekki gangi með sigur úr býtum og
líka til þess að þú getir hjer skoðað þitt nýja ríki, sett þig inn
i núverandi fyrirkomulag bankans til þess að geta haft það í
huga til samanburðar þegar þú fer að kynna þjer annað. En
getir þú ekki komið, þá fmnst mjer mikið rétt það sem Þórh.
talar um, að þú fáir sem flesta til að vera „Stillers“. Hið off-
iciella61 framboð til sýslumannsins hefur þú líklega þegar
sent. (22. gr. laga 14. sept. 1877). Jeg hef heyrt einhvern
koma fram með þá kómísku athugasemd, að þingmennska
væri eitt þesskonar starf, er bankastjóranum samkv. 1. 2.
okt. 1891 er óheimilt að taka að sjer; en þetta er svo vitlaust,
að því er ekki svaravert, því að þingmennska er ekki at-
vinnustarf. — Til viðbótar við þetta skal jeg taka fram, að
landshöfðingja er mjög hugleikið, að þú verðir þingmaður
í Árnessýslu, og langar hann mjög til, að þú kæmir suður. í
officiella brjefinu hjeðan sjerðu og áskorun þaraðlútandi.
Læt jeg nú úttalað um þetta í þeirri vissu, að þú kemur ef það
er mögulegt kringumstæðnanna vegna. Vest var, að ekki
var hægt að senda norður svo snemma, að þú hefðir vitað
vissu þína svart á hvítu fyrir Gránufundinn 7. þ.m. en lands-
höfðingi var ekki heima um mánaðamótin, og var afgreidd
veitingin þegar er hann var heim kominn (þó fjell úr sunnu-
dagurinn í gær).
59.
60.
61.
exprcssending, þ.e. hraðsending, sending með sérstökum hraðboða milli póst-
ferða.
secunda, þ.e. önnur, í öðru lagi.
°fficiel = lögformleg.