Saga - 1985, Page 80
78
BERGSTEINN JÓNSSON
Nú má ég til að hætta þessu. Egill í Arabæ er að fara. Þú
hefur væntaulega í brjefi Þórhalls fengið áreiðanlegar og
greinilegar fregnir um suspension62 Skúla vinar okkar.
Hann er nú ef til vill fjarri því góða gamni, að afhenda Lárusi
Bj. embætti sitt, ef hann hefur riðið norður á kjörfund; en
hann fær þá að gjöra reikningsskap þegar hann kemur
heim.63
Vertu blessaður og sæll — paa snarligt Gjensyn!64 Það er
mikil bragarbót fyrir þennan bæ að fá þig í félagsskapinn, og
þykir það fleirum gott en okkur nánustu.
Þegar hér var komið er sem Tryggva hafi illilega fatazt, en hann
er þó hvorki sá fyrsti né eini, sem ekki hefur tekizt að þjóna
tveimur herrum í senn. Engum var ljósara en honum sjálfum, að
enn átti hann skyldum að gegna við Gránufélagið og — Holme,
þó að sú stund nálgaðist óðum, þegar hann kveddi þau veiðilönd
og settist þess í stað undir árar hjá Magnúsi Stephensen landshöfð-
ingja.
Vissulega fagnaði T ryggvi væntanlegri lausn úr þeirri strembnu
vist, sem hann hafði átt hjá Gránufélaginu, þó að hún hcfði óneit-
anlega fært honum margt hagræði og skilað honum drjúgum
áleiðis til þeirra mannvirðinga, sem hann sóttist eftir. Þetta kann-
aðist hann fúslega við, og nú fannst lionum hann ómögulega geta
hlaupið frá sauðakaupum, haustkauptíð og aðalfundi félagsins,
þegar hann var þar á ofan í þann veginn að kveðja þar kóng og
prest og skila öllu af sér í hendur cftirmanna og stjórnarmanna,
sem sumir hvcrjir sýndu honum allt í cinu tortryggni, en slíkt var
honum nýlunda á þeim vettvangi.
Þrátt fyrir eindregin tilmæli vina og velunnara syðra og allt að
því beina skipun frá landshöfðingja fór hann hvergi. Hingað til
62. suspcnsion = (embættis-)afsetning.
63. Hannes bjóst við, að Skúli væri á kjörfundi norður í Eyjafirði, en atburðarásin
brcytti þcim áformum, og var Skúli kjörinn á þing fyrir ísafjarðarsýslu. Sam-
tímis scndi hann boð um, að hann afturkallaði framboð sitt í Eyjafirði. í þessu
fólst sú skoðun (og von) Tryggva og flciri, að kjör Skúla væri ólöglegt haustið
1892.
64. paa snarligt Gjcnsyn = sjáumst senn aftur.