Saga - 1985, Page 83
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 81
þjcr konruð ekki suður í haust hvorki á kjörfund nje síðar.
Af því þjer voruð búinn að skrifa mjer optar en einu sinni,
að aðalástæðan til þess, að þjer sæktuð um bankastjóra-
embættið, væri sú, að yður væri mjög í huga að fá sæti á
alþingi, en það gætuð þjer ekki meðan þjer væruð við
Gránufjelagið, þá hjelt jeg, að yður væri þetta alvara, og þjer
því munduð ekki liggja á liði yðar að gjöra það sem í yðar
valdi stóð tii að hljóta kosningu. En þetta hefur reynzt á
annan veg. Eptir því sem bæði Hannes Hafstein og sjera
Þórhallur sögðu mjer, lögðu þeir, og ef til vill fleiri, mjög
fast að yður að koma á kjörfund í Árnessýslu, og ljetu yður
vita, að það væri að minnsta kosti mjög vafasamt, hvort þjer
fengjuð kosningu, ef þjer kæmuð ekki, eins og raunin varð
a. Hitt er jeg í engunr vafa um, að þjer hefðuð verið kosinn,
ef þjer hefðuð verið á fundinum. Þetta hafa svo margir Ár-
nesingar, sem ekki kusu yður, sagt mjer, þeim þótti yðar
skrifaða prógram of stutt og óákveðið, en enginn var á
fundinum, til að svara afyðar hendi spurningum, sem kjós-
endur þóttust þurfa að leggja fyrir yður til skýringar pró-
grammi yðar. Svo þekki jeg Árnesinga svo, að margan
kjósanda mundi hafa brostið einurð til að kjósa yður ekki, ef
þjer hefðuð verið við atkvæðagreiðsluna. En — þjer gátuð
omögulega komið, þjer þurftuð að kaupa fje handa Gránu-
félaginu. Þetta er sjálfsagt góð og gild ástæða; en jeg
vorkenni Gránufjelaginu að hafa engan annan til að kaupa
íje fyrir sig í Eyjafirði en yður — ekki hafið þjer þó keypt Qe
1 Múlasýslunum.69 Hvernig fer aumingja Qelagið að eptir-
leiðis?
Þjer þurftuð náttúrlega ekki að gefa því neinn gaum, þó
jeg ljeti í ljós í því brjefi, sem jeg sendi yður með veitingu
yðar, að jeg áliti heppilegt, að þjer kæmuð hjer, áður en þjer
S1glduð, til þess að kynna yður, hvernig bankinn starfaði nú;
jeg hefði ekki átt að efast um, að þjer þekktuð það til hlítar.
Þjer skrifuðuð mjer að vísu, að þjer munduð koma suður í
Att er við, að önnur helzta miðstöð Gránufélags var á Vestdalseyri við Seyðis-
?örð.