Saga - 1985, Page 84
82
BERGSTEINN JÓNSSON
október, ef tíðin yrði góð, og nú vildi svo til, að í október
var sú einmuna tíð, sem menn hafa ekki munað lengi slíka,
ekki aðeins hjer sunnanlands, heldur að því er blöðin segja,
um allt land, en það var ekki von, að þjer færuð að takast
langa ferð á hendur, þegar hún að yðar hyggju var alveg
óþörf.
Þjer skrifið mjer nú, að yður hafi verið boðin þing-
mennska í 3 öðrum kjördæmum en Árnessýslu; það var
ljóta slysið, að þjer þá einmitt skylduð bjóða yður fram í
Árnessýslu.
Mjer er skrifað að norðan, að Kristinn Havstein70 eigi
framvegis að vera kaupstjóri GránuQelagsins, en verði þó
hjer heima í vetur, því þjer annist þau störf í vetur ytra og
gjörið öll innkaup til næsta vors. Sje þetta svo — og það er
áreiðanlegt, að Kr. Havstein var á Akureyri, þegar póstur
fór þaðan seinast — þá hafið þjer nóg á yðar könnu í vetur
og hafið líklega ekki miklar tómstundir til að stúdjera
bankastörfi að minnsta kosti ekki utan Kaupmannahafnar;
en þess gjörist máske heldur ekki þörf. Ef þjer eigið að ann-
ast innkaup Gránufjelagsins til næsta árs, þá mun það ekki
verða búið fyr en í apríl, og þá er öllu til skila haldið, að þjer
komizt hingað með póstskipinu, sem fer frá Kpmhöfn 21.
apríl, og þó þjer komizt með því, þá er öllu til skila haldið,
að þjer verðið kominn hingað fyrir 1. maí. Það kynni
kannske sumum að þykja vel til fallið, að hinn nýi banka-
stjóri væri hjer nokkurn tíma, áður en hann tekur við, til
þess að kynna sjer status71 bankans og de löbende Forretning-
er,72 en það er sjálfsagt tómur hjegómi.
Að svo mæltu óska jeg yður gleðilegra jóla og nýárs.
Hér kvað nokkuð við annan tón en Tryggvi hafði átt að venjast
frá þeim stöðum, og kom það óþægilega flatt upp á hann, þó að
ekki yrði hann að gjalti. Þetta hefur Hannes Hafstein séð fyrir, en
hann sagði sama dag:
70. Christen Havsteen (1849-1931) var kaupstjóri Gránufélags eftir Tryggva og til
1913, en þá rann Gránuverzlun inn í Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir.
71. status = fjárhagur.
72. de löbende Forretninger = venjuleg viðskipti.