Saga - 1985, Page 85
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 83
• • • Landshöfðingi er grútfornærmaður við þig, að þú skyldir
meta meir Gránufjelagskindurnar heldur en kosningafjen-
aðinn í Árnessýslu. 2° Að þú skyldir ekki vera gott barn og
koma suður í haust; því nú ert þú kominn undir kommand-
óna eins og við hinir; Annars held jeg að reiðin standi ekki
svo djúpt. Hann skrifar þjer ansi óþægilegt brjef, sem hann
sýndi mjer í kveld, en jeg fjekk það „Indtryk"73 að það væri
allt spaugi blandað af hans hálfu; en hann var opt búinn að
segja, að hann skyldi einhverntíma láta þig hafa það fyrir
það hvernig þú hefðir brugðizt sjer í Árnessýslu. Hann er
mikið áfram um, að þú sjert kominn hingað sem fyrst til
þess að þú getir verið búinn að setja þig inn í þau daglegu
störf við bankann hjer nokkra daga áður en þú tekur við.
Það er náttúrlega margt og margt, sem menn ekki geta strax
vitað í forretningsgangi bankans; talsverður personal-
kunnugleiki, sem þarf og þekking í status hvers einstaks
debitors,74 vitneskja um hve mikið Pjetur og Páll, sem alltaf
er verið að bjóða fram sem sjálfskuldarábyrgðarmenn, áður
eru engageraðir7'1 í þessháttar súpu í bankanum, meðalþol-
rifið í virðingargjörðum mörlandans á veðunum o.fl. o.fl.;
en ef gætilega er farið fyrst, kemur þetta náttúrlega strax án
þess nokkur risiko76 þurfi að vera. Þú þarft náttúrlega ekki
að koma með fulla vasana af vottorðum í vor frá þeim
bönkum, sem þú samkvæmt skilyrðinu í veitingarauglýs-
ingunni verður að ganga til, en þú skýrir sjálfsagt lands-
höfðingja frá hvar þú hafir verið, úr því þetta var einusinni
í skilyrðum haft.
Jeg hefekkert minnzt á konungskosninguna77 við landsh.
síðan skipið kom. Það var einu sinni í haust, þegar hann var
sem spenntastur fyrir því hvort þú kæmir suður til kjör-
fundar, að einn kunningi (J.Hj.)78 skrifaði honum, að þú
73
74
75
76
77
78
Indtryk = áhrif, skynjun.
debitor = lánþegi eða skuldunautur.
engageraður = bundinn.
tisiko = áhætta.
att er við útnefningu konungkjörinna þingmanna.
Jnn A. Hjaltalín (1840-1908) skólastjóri á Möðruvöllum og síðar Akureyri
1880-1906, Konungkjörinn alþingismaður 1887-99.