Saga - 1985, Page 88
86
BERGSTEINN JÓNSSON
agitera í þessu við þingm., þá geta þeir sagt mjer að standa
þangað betur; en ekki kemur mjer til hugar að vera konung-
kjörin nema til næstu kosninga, þvíjeg vil miklu heldur vera
þjóðkjörinn og í neðri deild; fmnst þjer ekki nokkuð satt í
þessu, minnstu á það við B.J., þvíjeg kemst ekki til að skrifa
honum um þetta, en hann hefur drepið á konungs-kosning
við mig.
Bréfkaflinn sem Tryggvi minntist á er greinargerð hans í
þessum málum og örugglega ckki einungis — varla einu sinni
aðallega — ætluð til birtingar í ísafold, heldur engu síður þeim til
lestrar, sem mest höfðu unnið að kjöri hans til þings og ákafast
hvatt hann í þeiin efnum. í kópíubók Tryggva er greinin ódagsett
og fyrirsögnin „Kafli úr brjefi frá Tr.G.“ Neðanmáls fylgir þessi
klausa:
Tekið með leyfi viðtakanda
eða = eptir ósk
Þú ert hálf ergilegur í brjefi þínu, yfir því, að jeg náði eigi
kosningu í Árnessýslu, en mjer þykir það ekki þess vert,
mjer var aldrei annt urn að komast á þing, jeg bauð nrig þar
fram eftir áskoran merkra manna. Þess utan hafa Árnesingar
máske haft rjett fyrir sjer í því, að jeg sje liðljettur þing-
maður, í hið minnsta ekki á við hr. Boga Melsteð.
Hefði jeg setið á alþingi næstliðin 6 ár þá hefði jeg ekki
komist til að byggja brúna á Ölvesá, og gjöra ýmislegt
fleyra, sem að gagni má verða, — svo getur farið ennþá, að
jeg næstu 6 ár geti gjört eitthvað sem gagnlegra er, heldur en
að þrátta um stjórnarskrárbreytingu, sem auðsjáanlega
verður árangurslaus, svo lcngi sem því þrefi er haldið áfrana
í sömu stefnu sem hingað til.
Geti jeg, þau fáu ár sem eptir eru, gjört landi mínu eitt-
hvert gagn, þá er mjer sama hver verkahringurinn er.
Mjer var skrifað frá kjörfundinum að loforð hr. B. Mel-
steð, um ágæta höfn á Eyrarbakka og sporveg um meiri
hluta Árnessýslu með fleyru þvílíku, hafi orðið honum mest
til meðmælinga við kosningarnar. Þar í móti hafi mjer verið
talið það til foráttu, að jeg mundi verða hvatamaður þess, að
tollur yrði tekinn af Ölvesárbrúnni, og í öðru lagi væri jeg
„allt of handgenginn stjórninni". —