Saga - 1985, Síða 89
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 87
Hvað hið fyrsta atriðið snertir, þá eiga Arnesingar sam-
merkt við marga landa sína í því, að þeim hefur þótt betri
„tveir fuglar í lopti en einn í hendi“; brúna voru þeir búnir
að fá, og þessvegna var minna varið í hana en hina fögru
fugla í loptinu.
Að skoðun mín um brúartollinn skyldi verða mjer til falls
við kosningarnar held jeg hafi sprottið af misskilningi kjós-
endanna, því það álit mitt um brúartolla, sem jeg áður hef
látið í ljósi og hef ennþá, hefði átt að vera sterk hvöt fyrir
Árnesinga að kjósa mig fyrir þingmann sinn, hefðu þeir
hyggnir menn verið; með því eina móti gátu þeir hindrað
mig frá því að vera forgöngu maður þess að brúartollur
komist á, því augljóst er það, að þó jeg hefði greitt atkvæði
með brúartolli, þá hefði jeg eigi farið að berjast fyrir því, að
koma því máli fram, sem öllum kjósendum mínum var
þvert um geð, þar í móti er hætt við því hjer eptir hvort
heldur jeg verð utan þings eður síðar innan þings, að jeg ýti
undir í þá áttina, að brúartollur verði tekinn af öllurn brúm
yfir stór ár, til að ljetta á landssjóði kostnaðinum við gæzlu
á brúnum og viðhaldi þeirra, svo honum verði ekki um
megn að reysa brýr yfir margar af hættulegustu ám landsins,
án þess að þurfi að leggja nýar almennar skattabyrðir á
landsmenn.
Hvað hið síðasta atriðið snertir, þá veit jcg það vel, að
þeir menn eru til, og ef til vill óþarflega margir, sem bera
mjer söguna ílla; en samt held jeg, að eigi sje auðvelt að
sanna það, að jeg vilji eigi landi mínu vel, eða jeg nokkru
sinni hafi fyrir ótta eða vináttu sakir, ekki þorað að fylgja
sannfæringu minni. Jeg held því að eigi þurfi að óttast það að
jeg, gagnstætt því sem jeg álít rjett, fylgi stjórninni eður
nokkrum öðrum.
Væri það satt, að stjórn landsins bæri hlýann hug til mín,
þá væri það kostur á en eigi ókostur á mjer sem þingmanni.
Mannlegt eðli er nú almennt svoleiðis, að menn láta meira
eptir orðum þess manns, sem þeir bera traust til, heldur en
hinna sem þeir hafa vantraust á. Pví er það, að þegar einhver
vill fá áríðandi máli sínu framgengt, þá sendir hann þann til
að reka erindi sitt, sem hefur traust og velvilja þess manns