Saga - 1985, Page 90
88
BERGSTEINN JÓNSSON
sem semja á við, en kemur eigi í huga að senda óvin hanns
eður þann sem hann engin deili þekkir á.
F>að eru blaðasnápar og óhappa menn þjóðarinnar, sem
eru að telja landsmönnum trú um það, að landsstjórnin sje
fjandi þeirra og vilji stiðja að vanþrifum þjóðarinnar, og
þess vegna meigi skömmunum eigi af henni ljetta til þess að
halda henni í skefjum.
Aldrei gengur vel á því heimili, sem sundurlyndi og
úlfbúð82 ríkir milli húsbænda og hjúa og rógur er borin á
milli; sama er að segja um landsbúið.
Mín sannfæring er sú, að með íllu fáum vjer aldrei áríð-
andi málum vorum framgengt: glöggar ástœðurfyrir nauðsýn-
inni og gott samkomulag milli þjóðar, þings, og stjórnar, eru
þau verkfæri sem nauðsýnlcg eru til að vinna með, ef vel á
að vinnast á landsbúinu.
Eins og þú veist, fjekk jeg áskorun eða tilboð um þing-
mennsku frá þrem öðrum kjördæmum en Árnessýslu, svo
líklcga hefði jeg komist á þing ef mjer hefði verið annt um
það, en þótt svo sje að mjer væri sama hvað ofan á varð, þá
tek jeg atkvæði Árnesinga svo, að þeir hafi sent mjer kveðju
sína og sagt „takk fyrir brúna.“
Þessi samantekt leynir því ekki, að Tryggva var bæði leitt og sárt
að hafa farið halloka í Árnessýslu. Það ýfði enn sárin, að lands-
höfðingi og sjálfsagt fleirí töldu hann engum fremur en sjálfum sér
geta um kennt, að svo fór sem fór.
Ef til vill blasa sjónarmið Tryggva — og sárindi — hvergi betur
við en í línum til Hannesar frá 6. nóvember 1892:
Þú ert miklu gramari í brjefi þínu en jeg út af kosn-
ingunni í Árnessýslu; mig furðar ckki svo mikið á því,
„hvör elskar sjer líkt.“ Kosningarnar í ár sýna að þjóðin vill
helst og treystir bcst vindbclgjum, froðusnökkum, lífs-
reynslu meta þeir einskis og karakter vilja þeir helst hafa
undir meðallagi. Hvað segir þú um Boga, Jón Jakobsson,
82. iiljbtíð, gamall ritháttur, nú oftast lílfiíð.