Saga - 1985, Page 91
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 89
Jón Þorkelsson,83 Björn í Borgarf.,84 Guttorm frá Eyðum83
ni.fl. og svo að endurkjósa Ólaf á Höfðabrekku86 marg-
reyndan að heinrsku og B. Sveinsson,87 margreyndan sem
þingsins mesta óhappamann, sem aldrei kemur nokkru
frarn á þingi, síst til bóta. Jeg held að aldrei hafi verið valið
jafn illa sem nú.
Ef þjer og mjer væri annt um að jeg kæmist á þing þá á jeg
máske kost á því. Dybdal og Ólafur vilja gjarnan að jeg væri
konungkjörinn og hafa talað um það við mig, í fyrstu tók
jeg þvert fyrir, en við nákvæmari umhugsun hugsa jeg sem
svo: Hvort gjöri jeg meira gagn að vera konungkjörin eður
utan þings. Jeg hef áhuga á því að Skúli Th. geti ekki setið á
þingi af því hann er til skaða og ólöglega kosinn; jeg hef
áhuga á brúarmálum, gufuskipaferðum, tolla og verzlun-
armálum m.fl. Sje jeg utan þings og fari að agitera í þing-
mönnurn um eitthvert eða öll þessi mál, þá geta þeir sagt
mjer að standa þangað betur, en efjeg er á þingi þá geta þeir
ekki sagt það, heldur máske orðið fegnir að tala við okkur
efrideildarmenn, um það eða þau mál, sem neðrideildar
görpunum er áhugamál að koma í gegnum báðar deildir; sje
fastur meirihlutaflokkur í efri deild, má máske spekja ofsa-
mennina í neðri byggðinni.
Finnst þjer ekki eitthvað satt í þessu? Jeg veit ekki skoðun
^3. Jón Þorkclsson (1859-1924) landsskjalavörður, síðar þjóðskjalavörður, frá
1899. Skáld. Alþingismaður Snæfellinga 1892-93, Reykvíkinga 1908-11 og
konungkjörinn 1915.
^jörn Bjarnarson (1856-1951) búfræðingurog bóndi, lengstkenndur viðGraf-
srholt í Mosfellssveit. Alþingismaður Borgfirðinga 1892-93 og 1900-1901.
Guttormur Vigfússon (1850-1928) búfræðingur, skólastjóri á Eiðurn 1883-88,
bóndi í Geitagerði frá 1894. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1892-1908.
' Gbfur Pálsson (1830-94) bóndi á Höfðabrekku frá 1866, umboðsmaður þjóð-
jarða í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1879. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga
1880-92.
Benedikt Sveinsson (1826-99) yfirdómari 1859-70, sýslumaður í Þingeyjar-
sýslu 1874-97. Alþingismaður ýmissa kördæma 1861-99. Einhver mesti
Wælskumaður, sem setið hefur á þingi. Þrátt fyrir ummæli Tryggva og önd-
verðar skoðanir í ntörgu, voru þeir alúðarvinir.