Saga - 1985, Page 93
FRAMBOÐSRAUNIR TRYGGVA GUNNARSSONAR 1892-94 91
T
1 rY8gva, magna hann til nýrra átaka og leiðbeina honum ögn, þar
sem vinum hans fannst hann helzt þurfa að taka sig á. Er vart að
efa, að af þessu hefur hið síðast talda verið örðugast viðfangs.
^enjulega dugði Tryggva eðlislæg bjartsýni og hreysti til þess að
jafna sig fljótlega eftir vonbrigði, en leiðbeiningum tók hann
°§jarnan góðfúslega. Eftirfarandi klausur eru úr bréfi Þórhalls frá
2- desember 1892:
Þú berst af eptir vonum eptir dumpið. Jeg færði Birni
strax brjefkaflann þinn, ekki veit jeg hvort hann kemur.
Valg.8y las hann fyrst ... jeg svo og Björn síðast, vorum
öll heldur á því, að betur væri að kaflinn kæmi ekki á prent.
Þillurnar eru auðvitað fínar, en þú ert of fínn til þess að gefa
í skyn að þú kynnir að straffa Árnesinga fyrir tiltækið með
brúartolli etc. — Sem sagt jeg veit ekki hvað Björn gjörir.
Komi greinin ekki, líkar þjer kannske miður en komi hún
hyggjeg að þú verðir mjer sammála eptir á.
Mjer lízt vel á að þú verðir konungkjörinn, því jeg held
þú breytir þessu lagi, sem komið er á þá 6 útvöldu.9" Þú
verður alveg sá sami hvort sem er, bara missist úr neðri
deild, sem er leitt í fjárlögunum. Það sem er að hinum kon-
ungkjörnu að mínum dómi er þetta, að maður stólar ekki á
sjálfstæði þeirra. ...
Sitthvað fleira sagði Þórhallur, bæði sætt og beiskt. M.a. lét
hann þess getið, að hrein hótfyndni væri að fetta fingur út í form-
SaHa á kosningu Skúla Thoroddsens, þar skipti mestu máli, að
v'lji kjósenda hefði ótvírætt komið í ljós. Gilti þá einu hvort
TrYggva — og landshöfðingja — líkaði betur eða verr. Var hér
°ins og fyrr segir koinið við auman blett á Tryggva.
Þessu bréfi svaraði Tryggvi 14. janúar 1893:
Mjer er alveg sama þó grein mín ekki kæmi, mjer er
ekki sárt um mitt Pródúkt, en jeg held hún hafi ekki verið
slæm, fín átti hún að vera og sama þó ekki hefði allir skilið
hana, jeg átti ekki með að hafa hótunaryrði við Árnesinga
um að straffa þá með brúartolli, og hefði ekki tekið sig vel
út í blaði, mjer finnst að meiningar eða skoðanir stundum
y^lgerður Jónsdótdr (1863-1913) eiginkona Pórhalls.
' Átt er við hina 6 konungkjörnu.