Saga - 1985, Page 94
92
BERGSTEINN JÓNSSON
vera sagðar fullkomlega greinilega í ísafold og verkaði
máske fullt svo vel, þótt fínni orð væri höfð.
Ekki langar mig til að verða konungkjörin, þegar jeg
aðcins hugsa um mig, en þegar jeg fæ hviður í mig að vilja
gjöra sem mest gagn — sem mjer finnst vera gagn en er
máske ekki — þá segji jeg sem svo: að það sje betra að jeg sje
innan en utan þings; þegar jeg er rólegur einsog nú, sjejeg
talsvert með og móti, sem stendur er jeg ekki viss um hvert
jeg tæki við k:kosn., þó jeg ætti kost á, en til þess kemur
ekki, jeg veit að Nellem. og Dybdal vilja báðir að jeg verði
konungkjörin, — ekki sagt jeg vilji; landshf. er eptir brjefi
hans að dæma stórreiður við mig út af kosn. í Árnessýslu og
fl. svo hann mun valla stinga upp á mjer til þingmennsku
enda óska jcg að þið í91 ekki í þá átt við hann, en hann mun
reyna eins og fleyri hafa reynt um dagana, að með íllu er
ekki hægt að koma mjer undir Töffelen,92 það hefur engum
lukkast ennþá.
Urn þingmennsku Skúla þarfjeg ekki að tala nú, nægur
tími síðar, jeg tryði því helzt að hann verði þá komin undir
lás og loku. Sleppi hann nokkurn vegin frá, þá hefur Nell-
em. og landshf. mikla mínkun af málshöfðuninni og gjöra
málstað sínum og þeirra sem þeim fylgja mjög mikin skaða.
Það er von að alþýða segji þá, að alt þctta stapp sje sprottið
afhefndarhug en ekki hreinum rjettlætis-tilfinningum.
Þetta síðasta átti eftir að sannast, Tryggva, Birni Jónssyni rit-
stjóra og öðrum fjendum Skúla til ærinnar hrellingar. En það er
önnur saga.
Það er enn af Tryggva að segja, að síðasta Kaupmannahafnar-
vetur sinn vann hann Gránufélagi af vanalegu kappi, nam banka-
fræði, þó að veikindi gerðu það nám styttra og snubbóttara en til
hafði staðið, og hann stofnaði til sambands við ýmsa áhrifamenn
í dönskum bankamálum. Átti það eftir að koma honum sjálfunt
og Landsbankanum í góðar þarfir síðar mcir, ekki sízt kunnings-
91. í = ýið.
92. at stá under töffelcn = egl. að búa við konuríki.