Saga - 1985, Page 96
94
BERGSTEINN JÓNSSON
því fyrr en nokkurn hafði órað fyrir, að Tryggvi og aðrir von-
biðlar kjósenda frá 1892 fengju nýtt tækifæri. En nú fer færri
sögum af bollaleggingum vegna Tryggva en í fyrra skiptið, því að
frá vorinu 1893 var hægt að ræða framboðsmál hans við fundi yfir
rjúkandi kaffi eða púnsi. Rétt til þess að sýna þess einhvern lit, að
enn voru menn í ofvæni sem fyrr, er greinarstúfur úr ísafold 16.
maí 1894; Kosningahorfur var fyrirsögnin:
... Af Árnesingum er svo að heyra, sem þeim liggi mikið
vel hugur til Tryggva bankastjóra Gunnarssonar, og væri
það ekki óeðlilegt. En með því að hann mun síður en eigi
láta sjer óðslega um þingmennskuna — það er opt svo um þá,
er mest eiga erindi á þing landsins vegna, en eigi sjálfs sín —,
hafa einhverjir rniður hlutvandir fylgifiskar hinna þing-
mannaefnanna þar gert hvað eptir annað tilraun að gera
kjósendur þar afhuga honum með því að láta berast um
kjördæmið ýmist að hann gefi alls eigi kost á sjer, eða þá
ekki þar, heldur annarsstaðar. En kunnugir vita, að slíkt er
tilhæfulaus uppspuni. Hr. Tr.G. hefir verið frá því um
miðjan vetur einráðinn í að gefa kost á sér einmitt í Árnes-
sýslu og ekki annarsstaðar.
Hinn 9. júní 1894 komu Árnesingar enn einu sinni saman í
Hraungerði til þess að kjósa sér þingmenn. Nú voru fjórir {kjöri,
og að þessu sinni átti það fyrir hinum kjörnu að liggja að sitja á
þingi heilt kjörtímabil og meira að segja fjögur þing í stað þriggja
eins og gerðist, þegar allt var fellt og slétt: Aukaþing 1894 og
regluleg þing 1895, 1897 og 1899. Kjörnir voru:
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í Reykjavík með 115 atkv.
og Þorlákur Guðmundsson bóndi í Fífuhvammi með 103
atkv. — Hannes Þorsteinsson ritstjóri94 í Reykjavík fékk 75,
Bogi Melsteð sagnfræðingur í Kaupmannahöfn 67 atkv.
Alls kusu 180.
Þetta vor leituðu þeir einnig báðir kjörs, Þórhallur Bjarnarson
og Hannes Hafstein. Vísar það til þess sem síðar varð, að ísafold
94. Hannes Þorsteinsson (1860-1935) guðfræðingur, ritstjóri og eigandi Rjóðólfs
1892-1909. Skjalavörður frá 1912, þjóðskjalavörður frá 1924. Alþingismaður
Árnesinga 1900-1911.