Saga - 1985, Page 100
98
ANDREW WAWN
fræðimanna. Má ekki á milli sjá hvor skipar þar hærri sess, hinn
„göfugi villimaður" eða hinn siðmenntaði maður. Hér má sjá
rómantísk viðhorf sófasetumannsins til hins frumstæða. Á íslandi
beindist hugur manna fremur að styrjöldum, hungursneyð,
Dönum, vaknandi þjóðerniskennd og köldum raunveruleika þess
frumstæða lífs, sem lifað var á hrauni þöktum kaldbökum
norðursins. Þessi athyglisverðu bréf2 ritaði hugrökk, úrræðagóð
og, eins og síðar kemur í ljós, tápmikil íslensk stúlka, sem nefnir
sig Guðrúnu Johnsen. Þau voru skrifuð til eiginkonu Johns
Thomas Stanleys meðan á stóð og að lokinni ferð Guðrúnar frá
Liverpool til Reykjavíkur, en Guðrún hafði þá dvalist á Englandi
um hríð og meðal annars heimsótt Stanleyfjölskylduna á heimili
hennar, Winnington, í hjarta Cheshire, í það minnsta einu sinni.
Með þessari grein verður birtur texti þessara áður óþekktu bréfa
og með tilstyrk annars óbirts efnis úr skjalasöfnum Stanley- og
Hollandfjölskyldnanna í Cheshire og Whitbreadfjölskyldunnar í
Be'dfordshire verður reynt að setja fram skýringar, sem gætu
varpað einhverju ljósi á áhuga viðtakendanna á íslandi; einnig
sýna þær að hið snauða heimili sendandans hafi látið sér mjög
annt um sambandið.
Hver var Guðrún Johnsen? Úr Stanleybréfunum vitum við, að
hún bjó í Reykjavík, að hún þekkti James Robb, sem var umboðs-
maður í Reykjavík fyrir verslunarfélagið Horne and Stackhouse í
Liverpool, að hún átti eina eldri og tvær yngri systur, sem enn
bjuggu í föðurhúsum í september 1814 og að foreldrar hennar
voru enn á lífi í ágúst 1816. Hún minnist ekkert á eiginmann og
talar raunar um sjálfa sig sem „stúlku“ í fjórða bréfinu, í kafla, sem
virðist ritaður af tiltölulega ungri konu. Aðrar ritaðar heimildir
auka nokkru við þessa fáskrúðugu vitneskju. í dagbók íslands-
könnuðarins dr. (síðar Sir) Henrys Hollands, sem einnig var ætt-
aður úr Cheshire og var nágranni Johns Thomas Stanleys, er lýs-
ing á dansleik sem Sir George Stewart Mackenzie hélt fyrir heldri
íbúa Reykjavíkur skömmu eftir komu sína þangað. Holland ritar:
2. Cheshire Record Office MS DSA 70.